Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 14:16 Sigurjón telur sig vera með steinbítstak á Guðrúnu, að hún sé að gera lítið úr samflokksmanni Vilhjálmi Árnasyni, sem er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með því að spyrja út í Styrkjamálið. vísir/anton brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins um sjúklega þráhyggju í því sem kallað hefur verið Styrkjamálið. Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11