Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 21:31 Parísarhjól gæti brátt risið á Miðbakka að nýju. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst auglýsa eftir áhugasmömum aðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í sumar. Verkefnið skilaði borginni ágóða á síðasta ári. Parísarhjól var sett upp á Miðbakka síðastliðið sumar, en þá var um tilraunaverkefni að ræða. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel, og því ákveðið að endurtaka leikinn og auglýsa eftir aðila til að reka hjólið í ár. Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, fór fyrstu ferð í parísarhjólinu með fréttamanni Stöðvar 2 á síðasta ári: Í tilkynningunni segir að ef viðunandi tilboð berist verði gerður samningur við Faxaflóahafnir um afnot af svæði á Miðbakka, með möguleika á eins árs framlengingu. Sá samningur sé háður samþykki borgarráðs. Félagið Taylor's Tivoli Iceland ehf. sá um rekstur parísarhjólsins í fyrra. Þá var gengið úr skugga um að búnaðurinn stæðist íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. „Áhersla var lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og reyndust áhyggjur af hávaða óþarfar, svo lítið heyrðist í parísarhjólinu að það mældist ekki í mælingum vegna umferðar á Geirsgötu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhugi á rekstri hjólsuns hafi reynst meiri en ráðgert var, og ljóst að um langtímaverkefni gæti verið að ræða væru áhugasamir aðilar til staðar. Taylor's Tivoli Iceland hafi greitt þrjár milljónir króna auk virðisaukaskatts fyrir leigu á líðinni, og verkefnið hafi skilað gróða fyrir borgina. Hver ferð í hjólið kostaði þrjú þúsund krónur. Helsti kostnaður Reykjavíkur vegna verkefnisins hafi verið tilfærsla hjólabrettaramps á Klambratún og greiðsla fyrir verkfræðiráðgjöf við mat á öryggisatriðum. Reykjavík Parísarhjól á Miðbakka Ferðaþjónusta Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Parísarhjól var sett upp á Miðbakka síðastliðið sumar, en þá var um tilraunaverkefni að ræða. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel, og því ákveðið að endurtaka leikinn og auglýsa eftir aðila til að reka hjólið í ár. Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, fór fyrstu ferð í parísarhjólinu með fréttamanni Stöðvar 2 á síðasta ári: Í tilkynningunni segir að ef viðunandi tilboð berist verði gerður samningur við Faxaflóahafnir um afnot af svæði á Miðbakka, með möguleika á eins árs framlengingu. Sá samningur sé háður samþykki borgarráðs. Félagið Taylor's Tivoli Iceland ehf. sá um rekstur parísarhjólsins í fyrra. Þá var gengið úr skugga um að búnaðurinn stæðist íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. „Áhersla var lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og reyndust áhyggjur af hávaða óþarfar, svo lítið heyrðist í parísarhjólinu að það mældist ekki í mælingum vegna umferðar á Geirsgötu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhugi á rekstri hjólsuns hafi reynst meiri en ráðgert var, og ljóst að um langtímaverkefni gæti verið að ræða væru áhugasamir aðilar til staðar. Taylor's Tivoli Iceland hafi greitt þrjár milljónir króna auk virðisaukaskatts fyrir leigu á líðinni, og verkefnið hafi skilað gróða fyrir borgina. Hver ferð í hjólið kostaði þrjú þúsund krónur. Helsti kostnaður Reykjavíkur vegna verkefnisins hafi verið tilfærsla hjólabrettaramps á Klambratún og greiðsla fyrir verkfræðiráðgjöf við mat á öryggisatriðum.
Reykjavík Parísarhjól á Miðbakka Ferðaþjónusta Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira