Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2025 13:45 Valgerður Hrund Skúladóttir stofnaði Sensa ásamt öðrum árið 2002. Valgerður Hrund Skúladóttir, einn af stofnendum upplýsingatæknifyrirtækisins Sensa og framkvæmdastjóri frá upphafi, hefur ákveðið að láta af störfum þann 31. ágúst 2025. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að hún muni þó ekki alfarið segja skilið við félagið, heldur taka sæti í stjórn Sensa. Guðmundur Stefán Björnsson, sem hefur gegnt stöðu öryggisstjóra og verið leiðtogi upplýsingatæknimála, tekur við framkvæmdastjórastöðunni 1. september 2025. „Frá stofnun félagsins árið 2002 hefur Valgerður verið í lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins. Undir hennar forystu hefur Sensa vaxið og dafnað, og er í dag 160 manna þjónustufyrirtæki, með starfsfólk í 12 löndum, sem sérhæfir sig í hýsingar- og rekstrarþjónustu, innviðalausnum og sérfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki. Síminn keypti félagið árið 2007 og seldi það svo alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækinu Crayon, árið 2020, sem er eigandi þess í dag,“ segir í tilkynningunni. Guðmundur Stefán Björnsson tekur við framkvæmdastjórastöðunni í lok sumars. Guðmundur Stefán hefur verið stjórnandi hjá Sensa í tíu ár og var þar áður starfsmaður og stjórnandi hjá Símanum í átján ár, þar af fimm ár í framkvæmdastjórn. „Hann hefur gegnt lykilhlutverki innan félagsins allt frá því að upplýsingatæknisvið Símans sameinaðist Sensa. Guðmundur Stefán þekkir því fyrirtækið vel og er í kjörinni stöðu til að leiða það inn í næsta þróunarskeið.“ Haft er eftir Valgerði Hrund að þegar hún líti til baka á þessa 23 ára vegferð með Sensa þá fyllist hún stolti yfir því sem starfsmenn hafi skapað saman. „Það hefur verið ómetanlegt að vinna með frábæru teymi sem hefur sýnt ótrúlega elju og sköpunargleði. Nú er rétti tíminn til að afhenda keflið til Guðmundar Stefáns, sem ég treysti til að leiða fyrirtækið inn í næsta kafla með nýjum hugmyndum og krafti. Það krefst hugrekkis að takast á við ný hlutverk og breyta hlutunum - því það er svo mikilvægt í okkar bransa. Ég hlakka til að fylgjast með áframhaldandi vexti og árangri Sensa,“ segir Valgerður. Samhliða framkvæmdastjóraskiptunum mun Steingrímur Óskarsson taka við sem öryggisstjóri Sensa. Steingrímur hefur starfað í tæknigeiranum í yfir 25 ár og sinnt bæði rekstri og ráðgjöf. Undanfarin ár hefur hann starfað innan Sensa við viðskiptaþróun og ráðgjöf til lykilviðskiptavina. Vistaskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að hún muni þó ekki alfarið segja skilið við félagið, heldur taka sæti í stjórn Sensa. Guðmundur Stefán Björnsson, sem hefur gegnt stöðu öryggisstjóra og verið leiðtogi upplýsingatæknimála, tekur við framkvæmdastjórastöðunni 1. september 2025. „Frá stofnun félagsins árið 2002 hefur Valgerður verið í lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins. Undir hennar forystu hefur Sensa vaxið og dafnað, og er í dag 160 manna þjónustufyrirtæki, með starfsfólk í 12 löndum, sem sérhæfir sig í hýsingar- og rekstrarþjónustu, innviðalausnum og sérfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki. Síminn keypti félagið árið 2007 og seldi það svo alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækinu Crayon, árið 2020, sem er eigandi þess í dag,“ segir í tilkynningunni. Guðmundur Stefán Björnsson tekur við framkvæmdastjórastöðunni í lok sumars. Guðmundur Stefán hefur verið stjórnandi hjá Sensa í tíu ár og var þar áður starfsmaður og stjórnandi hjá Símanum í átján ár, þar af fimm ár í framkvæmdastjórn. „Hann hefur gegnt lykilhlutverki innan félagsins allt frá því að upplýsingatæknisvið Símans sameinaðist Sensa. Guðmundur Stefán þekkir því fyrirtækið vel og er í kjörinni stöðu til að leiða það inn í næsta þróunarskeið.“ Haft er eftir Valgerði Hrund að þegar hún líti til baka á þessa 23 ára vegferð með Sensa þá fyllist hún stolti yfir því sem starfsmenn hafi skapað saman. „Það hefur verið ómetanlegt að vinna með frábæru teymi sem hefur sýnt ótrúlega elju og sköpunargleði. Nú er rétti tíminn til að afhenda keflið til Guðmundar Stefáns, sem ég treysti til að leiða fyrirtækið inn í næsta kafla með nýjum hugmyndum og krafti. Það krefst hugrekkis að takast á við ný hlutverk og breyta hlutunum - því það er svo mikilvægt í okkar bransa. Ég hlakka til að fylgjast með áframhaldandi vexti og árangri Sensa,“ segir Valgerður. Samhliða framkvæmdastjóraskiptunum mun Steingrímur Óskarsson taka við sem öryggisstjóri Sensa. Steingrímur hefur starfað í tæknigeiranum í yfir 25 ár og sinnt bæði rekstri og ráðgjöf. Undanfarin ár hefur hann starfað innan Sensa við viðskiptaþróun og ráðgjöf til lykilviðskiptavina.
Vistaskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira