Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2025 10:31 Reynir (t.v.) kyssir Íslandsmeistarabikarinn. Vísir/Anton Brink Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur. Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Fram varð ekki aðeins Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá 2013 heldur einnig tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Reynir Þór var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann naut sín eðlilega vel þegar titillinn var í höfn. „Þetta var bara sturlað, sturluð tilfinning að fá að lyfta þeim stóra, líka fyrir framan svona margt af okkar fólki. manni leið eins og maður væri á heimavelli,“ „Ég man eftir því hérna 2013 þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum, mig er búið að dreyma um þetta síðan þá“ segir Reynir í samtali við íþróttadeild. Fær gæsahúð við að hugsa um ræðu Rúnars Fyrir rúmu ári síðan var Fram sópað úr keppni af Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins og voru það liðinu mikil vonbrigði. Í klefanum eftir það tap tók reynsluboltinn Rúnar Kárason til máls og var stormandi ræða hans upphafið að viðsnúningi Framliðsins. „Okkur var sópað út á móti Val, bara skíttöpuðum. Þá kemur Rúnar með rosa ræðu inni í klefa, maður færi eiginlega gæsahúð við að hugsa um hana. Við ætluðum að taka næsta skref, við vorum númeri of litlir og ætluðum að levela up í öllu“ segir Reynir. Æfingasjúkur og bætti á sig átta kílóum Eftir það tók við undirbúningstímabil sem byrjaði sérstaklega snemma og æfði Reynir hvað mest allra, enda ekki að ástæðulausu sem þjálfari hans Einar Jónsson segir Reyni vera hreinlega æfingasjúkan. „Undirbúningstímabilið byrjaði bara í byrjun apríl. Við ætluðum að lyfta vel og bæta á okkur tíu kílóum af vöðvum, Hvað bættir þú á þig miklu? „Ég meiddist þarna í lokin en ég bætti á mig sjö, átta kílóum eða eitthvað,“ segir Reynir. Bundesligan kallar Sú vinna skilaði sér bersýnilega með árangri vetursins og verðlaunast ekki aðeins með tveimur titlum heldur einnig kalli að utan. Reynir lýkur sínum tíma hjá Fram með þessum sögulegu titlum en er nú á leið út í atvinnumennsku. Heimildir Vísis herma að hann semji við Melsungen í Þýskalandi og taki þar sæti Elvar Arnar Jónssonar sem er á leið frá félaginu í sumar, en Reynir gefur ekkert upp. „Ég er allavega hættur hjá Fram í bili. Ég stefni út á atvinnumennsku í sumar. En það kemur í ljós,“ segir Reynir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira