Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Aron Guðmundsson skrifar 24. maí 2025 09:05 Ómar Ingi Magnússon hefur átt góð ár hjá Magdeburg. Javier Borrego/Getty Images Þrátt fyrir áhuga annarra liða heillaði íslenska landsliðsmanninn ekkert meira en að skrifa undir nýjan samning fram til ársins 2028 hjá Magdeburg. Þar sér hann fram á að tækifæri til þess að vinna fleiri titla. Þegar að nýja samningi Ómars við Magdeburg lýkur verður hann búinn að vera á mála hjá félaginu í átta ár. Eftir að hafa verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar undanfarin ár fann hann að sjálfsögðu fyrir áhuga annarra liða en ákvað að halda tryggð við Magdeburg. „Það var alveg áhugi frá öðrum aðilum, mig langaði bara ekki að skipta yfir í eitthvað sem ég var óviss með. Ekki skipta bara til þess eins að skipta. Ég hef það gott hér, er með gott hlutverk og í frábæru liði. Það mun að mörgu leiti haldast svipað allavegana fram til ársins 2028. Það verða einhverjar breytingar en kjarninn verður sá sami. Þetta er geggjaður klúbbur, það er búið að ganga vel síðustu ár. Ég sé bara svolítið fram á að það muni halda áfram. Liðið er í góðum séns á að berjast um alla titla og ég er í mjög góðri stöðu innan liðsins, með stórt hlutverk.“ Hjá Magdeburg hefur Ómar unnið allt sem hægt er að vinna en þyrstir í meira, auðvitað titla en ekki síður persónulega bætingu. „Verða alltaf betri og betri, það er alltaf markmiðið. Ekki endilega vera pæla í einhverju þannig lagað. Auðvitað viltu alltaf vinna titla og allt það en líka að spila enn á besta gæðastigi í bestu deildinni, vera í Meistaradeildinni. Þetta er eitt af bestu liðum í heimi, ég var meira að fókusa á það og að verða áfram betri.“ Magdeburg hefur titil að verja í þýsku deildinni en er fimm stigum á eftir toppliðum Füchse Berlin og Melsungen en tvo leiki til góða og fimm leiki eftir á tímabilinu. Þá er liðið komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar og framundan undanúrslitaleikur gegn Barcelona. „Það er búið að vera smá meiðslavesen á okkur á þessu tímabili, sérstaklega fyrri og í kringum jól. Við erum búnir að tapa aðeins fleiri stigum en við hefðum viljað og þurfum því að treysta á aðra til þess að ná í titilinn. Það eru sex leikir eftir í deild og við verðum að sjá hvað gerist. Svo er úrslitahelgin framundan í Meistaradeildinni. Það er alveg séns á tveimur titlum enn þá en þýski titillinn verður aðeins erfiðari í að ná.“ Þýski handboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Þegar að nýja samningi Ómars við Magdeburg lýkur verður hann búinn að vera á mála hjá félaginu í átta ár. Eftir að hafa verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar undanfarin ár fann hann að sjálfsögðu fyrir áhuga annarra liða en ákvað að halda tryggð við Magdeburg. „Það var alveg áhugi frá öðrum aðilum, mig langaði bara ekki að skipta yfir í eitthvað sem ég var óviss með. Ekki skipta bara til þess eins að skipta. Ég hef það gott hér, er með gott hlutverk og í frábæru liði. Það mun að mörgu leiti haldast svipað allavegana fram til ársins 2028. Það verða einhverjar breytingar en kjarninn verður sá sami. Þetta er geggjaður klúbbur, það er búið að ganga vel síðustu ár. Ég sé bara svolítið fram á að það muni halda áfram. Liðið er í góðum séns á að berjast um alla titla og ég er í mjög góðri stöðu innan liðsins, með stórt hlutverk.“ Hjá Magdeburg hefur Ómar unnið allt sem hægt er að vinna en þyrstir í meira, auðvitað titla en ekki síður persónulega bætingu. „Verða alltaf betri og betri, það er alltaf markmiðið. Ekki endilega vera pæla í einhverju þannig lagað. Auðvitað viltu alltaf vinna titla og allt það en líka að spila enn á besta gæðastigi í bestu deildinni, vera í Meistaradeildinni. Þetta er eitt af bestu liðum í heimi, ég var meira að fókusa á það og að verða áfram betri.“ Magdeburg hefur titil að verja í þýsku deildinni en er fimm stigum á eftir toppliðum Füchse Berlin og Melsungen en tvo leiki til góða og fimm leiki eftir á tímabilinu. Þá er liðið komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar og framundan undanúrslitaleikur gegn Barcelona. „Það er búið að vera smá meiðslavesen á okkur á þessu tímabili, sérstaklega fyrri og í kringum jól. Við erum búnir að tapa aðeins fleiri stigum en við hefðum viljað og þurfum því að treysta á aðra til þess að ná í titilinn. Það eru sex leikir eftir í deild og við verðum að sjá hvað gerist. Svo er úrslitahelgin framundan í Meistaradeildinni. Það er alveg séns á tveimur titlum enn þá en þýski titillinn verður aðeins erfiðari í að ná.“
Þýski handboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira