Viðskipti innlent

Ný for­ysta Fé­lags kvenna í at­vinnu­lífinu kjörin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Efri röð: Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, Jasmina Vajzovic Crnac, Ingibjörg Salóme og Þórey Hafliðadóttir. Neðri röð: Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, Margrét Hannesdóttir og Þuríður Aradóttir Braun. Rósu Viggósdóttur vantar á myndina.
Efri röð: Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, Jasmina Vajzovic Crnac, Ingibjörg Salóme og Þórey Hafliðadóttir. Neðri röð: Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, Margrét Hannesdóttir og Þuríður Aradóttir Braun. Rósu Viggósdóttur vantar á myndina. FKA

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, hundaræktandi & eigandi Gæludýr.is er nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Ný forysta félagsins var kjörin á aðalfundi á fimmtudaginn. 

Ingibjörg var kjörin formaður með 37.95% atkvæða en fjórar konur buðu sig fram í formannssætið, samkvæmt fréttatilkynningu. Ellefu konur buðu sig fram til stjórnar FKA. 

Í stjórnendahópinn bættust við nýjar konur og á fundi nýkjörinnar stjórnar í framhaldi af aðalfundi var kosið í hlutverk varaformanns, ritara og gjaldkera. Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir var kjörin varaformaður, Margrét Hannesdóttir gjaldkeri og Rósa Viggósdóttir ritari. 

Í stjórn voru kjörnar Þuríður Halldóra Aradóttir með flest atkvæði í stjórnarkjöri, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir með næst flest atkvæði, Rósa Viggósdóttir þriðja inn og taka þær sæti í stjórn FKA til tveggja ára. Margrét Hannesdóttir var kjörin í aðalstjórn til eins árs þar sem hún kemur í staðinn fyrir Ingibjörgu í stjórn félagsins. 

Í varastjórn til eins árs voru kjörnar þær Þórey Hafliðadóttir og Jasmina Vajzovic Crnac. Guðrún Gunnarsdóttir varaformaður FKA hefur ákveðið að segja sig úr stjórn og kveður stjórn með þakklæti efst í huga og fyrsta varakona Þórey Hafliðadóttir hefur því tekið sæti í aðalstjórn félagsins til eins árs í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×