„Þú hakkar ekki á tóman maga“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. maí 2025 21:02 Hér er verið að hakka á fullu og að sjálfsögðu er narslið ekki langt undan. vísir/Lýður Eini kvenkyns þátttakandi Gagnaglímunnar biðlar til ungra kvenna að leggja fyrir sig að hakka í auknum mæli. Iðjan sé einkar skemmtileg og mikilvæg að hennar mati. Í hljóðlátri stofu í HR í dag unnu tólf bestu hakkarar landsins hörðum höndum í netöryggiskeppni sem ber nafnið Gagnaglíman. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk í hakki og er hún styrkt af netöryggisfyrirtækinu Syndis. Vonir eru bundnar við að efla netöryggisvarnir Íslands. „Þetta er byggt á evrópuverkefni sem er stutt af netöryggisstofnun Evrópu. Það er í raun keppt í því að þátttakendur eru að reyna brjótast inn í alls konar þjónustur og slíkt og æfa þessar aðferðir hakkaranna til að verjast þeim,“ segir Hjalti Magnússon, formaður Gagnaglímufélags Íslands. „Það verður alltaf að vera nóg af gosi“ Í stofunni tekur á móti manni ilmur frá pítsum og annars konar narsli. Hjalti segir það hornstein í góðu hakki. „Þú hakkar ekki á tóman maga, það verður alltaf að vera nóg af gosi og mönchi.“ Mikilvægt sé að virkja ungt fólk á tímum þar sem netöryggi verður sífellt mikilvægara. Er jafnvel skortur á hökkurum á Íslandi? „Það er gríðarlegur skortur og við myndum vilja hafa þennan viðburð miklu stærri en við höldum áfram að gera okkar allra besta og halda áfram að lokka til okkar ungt og efnilegt fólk.“ Vill fá fleiri konur í hakkið Að lokinni keppni verður valið tíu manna lið til að taka þátt fyrir hönd Íslands í netöryggiskeppni Evrópu sem er haldin í höfuðborg Póllands í október. Ein af þeim sem bindir vonir sínar við að komast út er Vigdís Helga. „Ég hef bara tekið þátt í einni keppni og það var með hóp. Svo það gekk aðeins betur því þá voru fimm saman. Einmitt núna er ég að reyna finna út úr því hvernig ég á að skoða ákveðna skrá sem ég man bara ekki alveg hvernig ég á að gera, til að komast að því hvað flaggið er sem er í rauninni bara svona setning.“ Vigdís Helga Eyjólfsdóttir hakkari.vísir/lýður Vigdís hefur nýlega lagt fyrir sig hakkið og starfar nú við tölvuöryggi. Og er þetta skemmtilegt? „Mér finnst það allavega. Ég væri bara til í að það væru fleiri konur í þessu.“ Ert þú eina konan hérna í dag? „Já, ég er eina konan en ég vissi ekki að ég væri að fara vera eina konan. Markmiðið mitt er allavega að fá fleiri konur í þetta og sérstaklega ungar stelpur.“ ,,Markmið Gagnaglímunnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Það er öllum ljóst að mikilvægi netöryggis í nútímasamfélagi er gríðarlegt. Tugprósenta vöxtur varð í tilraunum til netárása á síðasta ári og þróunin er sú að þeim fjölgar enn. Íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa ekki farið varhluta af því. Það er því sífellt verið að leita leiða til að efla varnirnar og leita eftir hæfileikaríku fólki til að takast á við þær áskoranir sem fylgja netöryggismálum," er haft eftir Antoni Má Egilssyni, forstjóri Syndis, í fréttatilkynningu um viðburðinn. Syndis er ásamt Aftra styrktaraðili keppninnar. Gagnaglíman er haldin af frumkvæði Innviðaráðuneytisins en þetta er í sjötta sinn sem keppnin fer fram. Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í hljóðlátri stofu í HR í dag unnu tólf bestu hakkarar landsins hörðum höndum í netöryggiskeppni sem ber nafnið Gagnaglíman. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk í hakki og er hún styrkt af netöryggisfyrirtækinu Syndis. Vonir eru bundnar við að efla netöryggisvarnir Íslands. „Þetta er byggt á evrópuverkefni sem er stutt af netöryggisstofnun Evrópu. Það er í raun keppt í því að þátttakendur eru að reyna brjótast inn í alls konar þjónustur og slíkt og æfa þessar aðferðir hakkaranna til að verjast þeim,“ segir Hjalti Magnússon, formaður Gagnaglímufélags Íslands. „Það verður alltaf að vera nóg af gosi“ Í stofunni tekur á móti manni ilmur frá pítsum og annars konar narsli. Hjalti segir það hornstein í góðu hakki. „Þú hakkar ekki á tóman maga, það verður alltaf að vera nóg af gosi og mönchi.“ Mikilvægt sé að virkja ungt fólk á tímum þar sem netöryggi verður sífellt mikilvægara. Er jafnvel skortur á hökkurum á Íslandi? „Það er gríðarlegur skortur og við myndum vilja hafa þennan viðburð miklu stærri en við höldum áfram að gera okkar allra besta og halda áfram að lokka til okkar ungt og efnilegt fólk.“ Vill fá fleiri konur í hakkið Að lokinni keppni verður valið tíu manna lið til að taka þátt fyrir hönd Íslands í netöryggiskeppni Evrópu sem er haldin í höfuðborg Póllands í október. Ein af þeim sem bindir vonir sínar við að komast út er Vigdís Helga. „Ég hef bara tekið þátt í einni keppni og það var með hóp. Svo það gekk aðeins betur því þá voru fimm saman. Einmitt núna er ég að reyna finna út úr því hvernig ég á að skoða ákveðna skrá sem ég man bara ekki alveg hvernig ég á að gera, til að komast að því hvað flaggið er sem er í rauninni bara svona setning.“ Vigdís Helga Eyjólfsdóttir hakkari.vísir/lýður Vigdís hefur nýlega lagt fyrir sig hakkið og starfar nú við tölvuöryggi. Og er þetta skemmtilegt? „Mér finnst það allavega. Ég væri bara til í að það væru fleiri konur í þessu.“ Ert þú eina konan hérna í dag? „Já, ég er eina konan en ég vissi ekki að ég væri að fara vera eina konan. Markmiðið mitt er allavega að fá fleiri konur í þetta og sérstaklega ungar stelpur.“ ,,Markmið Gagnaglímunnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Það er öllum ljóst að mikilvægi netöryggis í nútímasamfélagi er gríðarlegt. Tugprósenta vöxtur varð í tilraunum til netárása á síðasta ári og þróunin er sú að þeim fjölgar enn. Íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa ekki farið varhluta af því. Það er því sífellt verið að leita leiða til að efla varnirnar og leita eftir hæfileikaríku fólki til að takast á við þær áskoranir sem fylgja netöryggismálum," er haft eftir Antoni Má Egilssyni, forstjóri Syndis, í fréttatilkynningu um viðburðinn. Syndis er ásamt Aftra styrktaraðili keppninnar. Gagnaglíman er haldin af frumkvæði Innviðaráðuneytisins en þetta er í sjötta sinn sem keppnin fer fram.
Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira