Lífið

Flytur til Sydney

Atli Ísleifsson skrifar
Ingiríður prinsessa í hátíðarkvöldverð norsku konungshallarinnar vegna heimsóknar Höllu Tómasdóttur forseta til Noregs í síðasta mánuði.
Ingiríður prinsessa í hátíðarkvöldverð norsku konungshallarinnar vegna heimsóknar Höllu Tómasdóttur forseta til Noregs í síðasta mánuði. EPA

Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa hyggst leggja land undir fót og hefja nám við Háskólann í Sydney í Ástralíu í haust.

Norska konungshöllin greinir frá þessu en prinsessan mun hefja BA-nám í samfélagsfræðum við skólann með sérstaka áherslu á alþjóðasamskipti og efnahagsmál.

Um er að ræða þriggja ára nám sem hefst í ágúst og mun hún búa í stúdentaíbúð á háskólasvæðinu.

Hin 21 árs Ingiríður Alexandra er elsta dóttir Hákons, krónprins Noregs, og Mette-Marit.

Prinsessan lauk á dögunum fimmtán mánaða grunnþjálfun í hernum í Norður-Noregi.

Ingiríður Alexandra (t.v.) þegar tekið var á móti Höllu Tómasdótttur og Birni Skúlasyni.EPA

Ingiríður Alexandra fór í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn þjóðhöfðingja til Noregs í síðasta mánuði þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti ásamt Birni Skúlasyni, eiginmanni sínum, og opinberri sendinefnd.


Tengdar fréttir

Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs

Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn.

Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku

„Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.