Viðskipti innlent

Bein út­sending: Viður­kenningar­hátíð Sjálf­bærniássins

Atli Ísleifsson skrifar
Frá afhendingu Sjálfbærniássins á síðasta ári.
Frá afhendingu Sjálfbærniássins á síðasta ári. Stjórnvísi

Niðurstöður Sjálfbærniássins 2025 verða kynntar á viðburði í dag þar sem fimmtán fyrirtæki munu fá viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni.

Viðburðurinn fer fram í Gestastofu Elliðaárstöðvar milli klukkan 9:15 og 10.00, en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi.

„Sjálfbærniásinn er mælikvarði sem byggir á viðhorfum almennings til sjálfbærni, samfélagsábyrgðar og stjórnarhátta íslenskra fyrirtækja. Verkefnið er samstarf rannsóknarfyrirtækisins Prósents, ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar og stjórnendafélagsins Stjórnvísi.

Mælingin spannar 14 helstu atvinnugreinar á Íslandi, þar sem 53 fyrirtæki voru metin af neytendum. Þeir markaðir sem mældir eru:

Álframleiðendur - Bankar - Byggingavöruverslanir - Fjarskiptafyrirtæki - Flugfélög - Flutningafyrirtæki - Framleiðslufyrirtæki - Matvöruverslanir - Opinber fyrirtæki - Raforkusalar - Sjávarútvegsfyrirtæki - Tryggingafélög - Upplýsingatæknifyrirtæki - Fyrirtæki á alþjóðamarkaði

Markmið Sjálfbærniássins eru skýr:

  • Að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum.
  • Að hvetja íslensk fyrirtæki og stofnanir til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni og miðla upplýsingum um verk sín.
  • Að auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni.
  • Að vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál

,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá viðurkenningarhátíðar

9.15 – 9.45

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, kynnir rannsóknarmódelið og aðferðafræðina og veitir viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem stóðu sig best á sínum markaði.

9.45 – 10.00. Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Langbrók, stýrir pallborðsumræðum. Í pallborði taka þátt:

  • Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður SÍA
  • Guðrún Aðalsteinsdóttir, forstjóri Krónunnar
  • Margrét Kjartansdóttir, verkefnastjóri stefnumótunar og sjálfbærni hjá Landsvirkjun
  • Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×