Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Árni Sæberg skrifar 26. maí 2025 15:16 Sjókvíar í Ísafjarðardjúpi. Vísir/Anton Brink Óinnleyst tap Ísfélagsins og Síldarvinnslunnar af fjárfestingum í fiskeldisfélögum hleypur á fleiri milljörðum króna. Félögin hafa hins vegar ákveðið að bókfæra virði fjárfestinganna miklum mun hærra en ef miðað væri við markaðsverð. Síldarvinnslan festi kaup á 34,2 prósenta hlut í Arctic Fish Holding AS, sem er eini eigandi Arctic fish ehf., sem er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum á Íslandi og rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum, árið 2022. Bókfært verð nánast tvöfalt hærra en markaðsverð Kaupverðið fyrir hlutunum, sem voru alls 10.899.684, var 1.089.968.400 norskra króna, sem samsvarar um 13,66 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Markaðsvirði félagsins er 1,737 milljarðar norskra króna og hlutur Síldarvinnslunnar því 594 milljónir norskra króna virði. Það gerir markaðsvirði hluta Síldarvinnslunnar því rétt tæplega 7,5 milljarðar króna. Það gerir um 6,16 milljarða króna óinnleyst tap á tæpum þremur árum. Í ársreikningi Síldarvinnslunnar fyrir síðasta ár segir aftur á móti að í lok síðasta árs hafi bókfært verð hlutar félagsins í Arctic fish numið 111 milljónum Bandaríkjadala, sem félagið gerir upp í. Það gerir 14,1 milljarð króna. Svipuð saga af Ísfélaginu og Kaldvík Svipaða sögu er að segja af fjárfestingu Ísfélagsins í Kaldvík árið 2023. Þá keypti Ísfélagið 16 prósenta hlut í Ice Fish Farm AS fyrir um 8,6 milljarða króna. Verðið í viðskiptunum miðaði við 43 norskar krónur á hlut, sem var tæplega sjötíu prósentum yfir markaðsgengi þá. Nafni félagsins var síðar breytt í Kaldvík. Gengi félagsins stendur nú í 16,5 norskum krónum á hlut, sem er tæplega 62 prósentum lægra en þegar Ísfélagið keypti í félaginu. Markaðsvirði þess er nú 27,5 milljarðar króna og hlutar Ísfélagsins því 4,4 milljarða króna. Það gerir óinnleyst tap Ísfélagsins um 4,2 milljarða á tveimur árum. Með skýringar á reiðum höndum Í ársreikningi Ísfélagsins fyrir árið 2024 segir að eignarhlutur félagsins í Kaldvík sé bókfærður á 66 milljónir dala, ríflega 8,4 milljarða króna á gengi dagsins, og sé færður samkvæmt hlutdeildaraðferð. Markaðsgengi Kaldvíkur í árslok 2024 hafi verið 28,6 norskar krónur á hlut. Það sé mat stjórnenda að markaðsverð félagsins endurspegli ekki raunvirði félagsins þar sem um sé að ræða óskilvirkan markað, lítil velta sé og framboð á bréfum mjög takmarkað, þar sem eignarhald Kaldvík sé þröngt. Félagið hafi framkvæmt virðisrýrnunarpróf vegna vísbendinga um mögulega virðisrýrnun vegna mismunar á bókfærðu verði og verði á markaði í árslok 2024 en mismunurinn hafi numið 17 milljónum dala. Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins hafi verið að bókfært verð standi undir virði eignarinnar. Mat stjórnenda Ísfélagsins sé því að ekki sé þörf á að færa virðisrýmun vegna eignarhlutans. Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Telur Kaldvík verulega vanmetið á markaði og útlit sé fyrir hraðan vöxt Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu. 10. desember 2024 14:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Síldarvinnslan festi kaup á 34,2 prósenta hlut í Arctic Fish Holding AS, sem er eini eigandi Arctic fish ehf., sem er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum á Íslandi og rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum, árið 2022. Bókfært verð nánast tvöfalt hærra en markaðsverð Kaupverðið fyrir hlutunum, sem voru alls 10.899.684, var 1.089.968.400 norskra króna, sem samsvarar um 13,66 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Markaðsvirði félagsins er 1,737 milljarðar norskra króna og hlutur Síldarvinnslunnar því 594 milljónir norskra króna virði. Það gerir markaðsvirði hluta Síldarvinnslunnar því rétt tæplega 7,5 milljarðar króna. Það gerir um 6,16 milljarða króna óinnleyst tap á tæpum þremur árum. Í ársreikningi Síldarvinnslunnar fyrir síðasta ár segir aftur á móti að í lok síðasta árs hafi bókfært verð hlutar félagsins í Arctic fish numið 111 milljónum Bandaríkjadala, sem félagið gerir upp í. Það gerir 14,1 milljarð króna. Svipuð saga af Ísfélaginu og Kaldvík Svipaða sögu er að segja af fjárfestingu Ísfélagsins í Kaldvík árið 2023. Þá keypti Ísfélagið 16 prósenta hlut í Ice Fish Farm AS fyrir um 8,6 milljarða króna. Verðið í viðskiptunum miðaði við 43 norskar krónur á hlut, sem var tæplega sjötíu prósentum yfir markaðsgengi þá. Nafni félagsins var síðar breytt í Kaldvík. Gengi félagsins stendur nú í 16,5 norskum krónum á hlut, sem er tæplega 62 prósentum lægra en þegar Ísfélagið keypti í félaginu. Markaðsvirði þess er nú 27,5 milljarðar króna og hlutar Ísfélagsins því 4,4 milljarða króna. Það gerir óinnleyst tap Ísfélagsins um 4,2 milljarða á tveimur árum. Með skýringar á reiðum höndum Í ársreikningi Ísfélagsins fyrir árið 2024 segir að eignarhlutur félagsins í Kaldvík sé bókfærður á 66 milljónir dala, ríflega 8,4 milljarða króna á gengi dagsins, og sé færður samkvæmt hlutdeildaraðferð. Markaðsgengi Kaldvíkur í árslok 2024 hafi verið 28,6 norskar krónur á hlut. Það sé mat stjórnenda að markaðsverð félagsins endurspegli ekki raunvirði félagsins þar sem um sé að ræða óskilvirkan markað, lítil velta sé og framboð á bréfum mjög takmarkað, þar sem eignarhald Kaldvík sé þröngt. Félagið hafi framkvæmt virðisrýrnunarpróf vegna vísbendinga um mögulega virðisrýrnun vegna mismunar á bókfærðu verði og verði á markaði í árslok 2024 en mismunurinn hafi numið 17 milljónum dala. Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins hafi verið að bókfært verð standi undir virði eignarinnar. Mat stjórnenda Ísfélagsins sé því að ekki sé þörf á að færa virðisrýmun vegna eignarhlutans.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Telur Kaldvík verulega vanmetið á markaði og útlit sé fyrir hraðan vöxt Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu. 10. desember 2024 14:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04
Telur Kaldvík verulega vanmetið á markaði og útlit sé fyrir hraðan vöxt Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu. 10. desember 2024 14:30