Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2025 12:45 Oscar ásamt fósturmóður sinni. Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Kærunefnd útlendingamála birti í morgun umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn Oscars um landvistarleyfi er hafnað. Fósturforeldrar hans sögðu í Bítinu í morgun að þeim þætti líkt og embættismenn væru í persónulegri herferð gegn Oscari og sögðust engin svör hafa fengið frá ráðamönnum vegna málsins. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að málstaðstæður Oscars hafi verið metnar á sjálfstæðan hátt þegar hann var hér á landi ásamt föður sínum og systrum, í samræmi við reglur laga um útlendinga og að teknu tilliti til ákvæða barnaverndarlaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Þegar drengurinn sótti síðar um vernd sem fylgdarlaust barn var staða hans vissulega önnur en áður. Eftir rannsókn Útlendingastofnunar var niðurstaðan að sú breyting væri þó ekki þess eðlis að hún breytti fyrri ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd. Endurtekinni umsókn hans var því vísað frá. Kærunefnd útlendingamála hefur nú staðfest þessa niðurstöðu og úrskurðað að drengurinn uppfylli ekki skilyrði laga til að fá alþjóðlega vernd.“ Ekki deilt um erfiðar aðstæður Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að taka það fram að ekki sé deilt um það að aðstæður drengsins í heimalandinu séu erfiðar. Engu að síður sé ekki fallist á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í heimalandi sínu. Það séu skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá alþjóðlega vernd. Þá hafi ekki verið talið að hann uppfyllti skilyrði fyrir dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. „Þessi niðurstaða er fengin á grundvelli þeirra gagna sem voru lögð fram í málinu og mati á aðstæðum í Kólumbíu. Þegar um heimfylgd fylgdarlausra barna er að ræða er vandað til verka til að tryggja að tekið sé á móti þeim með viðeigandi hætti. Íslensk barnaverndaryfirvöld bera ábyrgð á að tryggja hagsmuni drengsins á meðan hann er staddur hér á landi og barnaverndaryfirvöld í Kólumbíu munu taka við ábyrgð á máli hans eftir að hann kemur þangað til lands.“ Segir stofnunin að mikilvægt sé að hafa í huga að þótt drengurinn segist vilja dvelja hér á landi og að hér á landi sé fjölskylda sem vilji sjá um hann þá eigi hann foreldra í heimalandi. Hvorki íslensk né kólumbísk barnaverndaryfirvöld hafi svipt þau forsjá. „Að lokum er rétt að taka fram að það er eðlilega þungbært að fá aðra niðurstöðu í máli sínu en vonir stóðu til. Þegar endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi liggur fyrir þarf því að hafa hugfast að það getur gert viðkvæma stöðu barns enn erfiðari að ýtt sé undir væntingar sem ekki verða uppfylltar.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Kærunefnd útlendingamála birti í morgun umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn Oscars um landvistarleyfi er hafnað. Fósturforeldrar hans sögðu í Bítinu í morgun að þeim þætti líkt og embættismenn væru í persónulegri herferð gegn Oscari og sögðust engin svör hafa fengið frá ráðamönnum vegna málsins. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að málstaðstæður Oscars hafi verið metnar á sjálfstæðan hátt þegar hann var hér á landi ásamt föður sínum og systrum, í samræmi við reglur laga um útlendinga og að teknu tilliti til ákvæða barnaverndarlaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Þegar drengurinn sótti síðar um vernd sem fylgdarlaust barn var staða hans vissulega önnur en áður. Eftir rannsókn Útlendingastofnunar var niðurstaðan að sú breyting væri þó ekki þess eðlis að hún breytti fyrri ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd. Endurtekinni umsókn hans var því vísað frá. Kærunefnd útlendingamála hefur nú staðfest þessa niðurstöðu og úrskurðað að drengurinn uppfylli ekki skilyrði laga til að fá alþjóðlega vernd.“ Ekki deilt um erfiðar aðstæður Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að taka það fram að ekki sé deilt um það að aðstæður drengsins í heimalandinu séu erfiðar. Engu að síður sé ekki fallist á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í heimalandi sínu. Það séu skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá alþjóðlega vernd. Þá hafi ekki verið talið að hann uppfyllti skilyrði fyrir dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. „Þessi niðurstaða er fengin á grundvelli þeirra gagna sem voru lögð fram í málinu og mati á aðstæðum í Kólumbíu. Þegar um heimfylgd fylgdarlausra barna er að ræða er vandað til verka til að tryggja að tekið sé á móti þeim með viðeigandi hætti. Íslensk barnaverndaryfirvöld bera ábyrgð á að tryggja hagsmuni drengsins á meðan hann er staddur hér á landi og barnaverndaryfirvöld í Kólumbíu munu taka við ábyrgð á máli hans eftir að hann kemur þangað til lands.“ Segir stofnunin að mikilvægt sé að hafa í huga að þótt drengurinn segist vilja dvelja hér á landi og að hér á landi sé fjölskylda sem vilji sjá um hann þá eigi hann foreldra í heimalandi. Hvorki íslensk né kólumbísk barnaverndaryfirvöld hafi svipt þau forsjá. „Að lokum er rétt að taka fram að það er eðlilega þungbært að fá aðra niðurstöðu í máli sínu en vonir stóðu til. Þegar endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi liggur fyrir þarf því að hafa hugfast að það getur gert viðkvæma stöðu barns enn erfiðari að ýtt sé undir væntingar sem ekki verða uppfylltar.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Sjá meira