Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2025 12:46 Köttunum var komið í fóstur. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur tekið læðu og kettlinga af kattaeiganda á suðvesturhorni landsins sem hafði skilið þá eina eftir á heimilinu án fóðurs og vatns. Frá þessu segir að vef stofnunarinnar þar sem farið er yfir stjórnvaldsákvarðanir í dýravelferðarmálum í síðasta mánuði. Er þar tekið fram að að auki sé bannað að skilja kettlinga yngri en sextán vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klukkustundir í senn. Vegna vanrækslunnar var kattareigandinn var sviptur vörslum kattanna og þeim komið í fóstur. Fjarlægði ekki sjúka fiska Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórnvaldssekt að upphæð hálfri milljón króna hafi verið lögð á fiskeldisfyrirtæki í suðausturumdæmi vegna brota á lögum um dýravelferð. Kemur fram að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt sé. Þá segir að sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi hafi vanfóðrað kindur og haft of mikinn þéttleika á þeim. „Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans. Bóndi sviptur mjólkursöluleyfi og beittur dagsektum Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika. Rekstur hestaleigu stöðvaður Rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi var stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan 4 vikna. Dagsektir ákveðnar til að knýja fram úrbætur í dýravelferð Nautgripabóndi í norðausturumdæmi braut á velferð dýranna. Fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Lagðar voru á hann dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Dýr Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Frá þessu segir að vef stofnunarinnar þar sem farið er yfir stjórnvaldsákvarðanir í dýravelferðarmálum í síðasta mánuði. Er þar tekið fram að að auki sé bannað að skilja kettlinga yngri en sextán vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klukkustundir í senn. Vegna vanrækslunnar var kattareigandinn var sviptur vörslum kattanna og þeim komið í fóstur. Fjarlægði ekki sjúka fiska Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórnvaldssekt að upphæð hálfri milljón króna hafi verið lögð á fiskeldisfyrirtæki í suðausturumdæmi vegna brota á lögum um dýravelferð. Kemur fram að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt sé. Þá segir að sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi hafi vanfóðrað kindur og haft of mikinn þéttleika á þeim. „Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans. Bóndi sviptur mjólkursöluleyfi og beittur dagsektum Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika. Rekstur hestaleigu stöðvaður Rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi var stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan 4 vikna. Dagsektir ákveðnar til að knýja fram úrbætur í dýravelferð Nautgripabóndi í norðausturumdæmi braut á velferð dýranna. Fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Lagðar voru á hann dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar.
Dýr Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira