„Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2025 19:01 Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars. Vísir/Bjarni Helga Vala Helgadóttir lögmaður hins sautján ára Oscars sem til stendur að vísa úr landi hafnar fullyrðingum Útlendingastofnunar um að drengurinn hafi fengið efnislega meðferð. Kærunefnd útlendingamála birti í dag úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Þar segir að ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda í Kólumbíu og að ekki hafi verið sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Hann uppfylli því ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Þá segir í úrskurðinum að Oscar hafi sjálfur kosið að tjá sig ekki um aðstæður í Kólumbíu eftir að hann var sendur aftur þangað í október 2024 nema að takmörkuðu leyti. Gögn úr viðtali hans við barnavernd þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð hafi því ekki verið send til kærunefndar. Helga Vala, lögmaður hans segir það ekki allskostar rétt. „Hann hinsvegar óskaði eftir því að smáatriði úr viðtali sem var tekið við hann í Barnahúsi yrðu ekki send beint til kærunefndar einfaldlega vegna þess að gögn sem fara til kærunefndar eru opinber gögn, þar að segja þau eru birt í úrskurðum og Oscar á hérna vini og hann er sautján ára, hann á stóran vinahóp af ungmennum og það sem er birt um hann það fer í fjölmiðla sem allir geta lesið.“ Megininntak viðtalsins hafi í raun farið til kærunefndar í gegnum greinargerð Barnaverndar Suðurnesja. Útlendingastofnun sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að mál Oscars hefði ekki hlotið efnislega meðferð. Lögmaður hans segir það hinsvegar vera staðreynd að hann hafi ekki fengið efnislega meðferð. Oscar hafi ekki fengið að leggja inn nýja umsókn eftir að hann kom til Íslands í seinna skiptið. „Og það að stjórnvöld ákveðið að það að hann komi hingað fylgdarlaus eftir að hafa verið droppað út á flugvellinum í Kólumbíu af íslenskum stjórnvöldum og skilinn þar eftir í október síðastliðnum, að það séu ekki nýjar aðstæður, það er óskiljanlegt og ég treysti því að dómstólar snúi því við.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála birti í dag úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Þar segir að ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda í Kólumbíu og að ekki hafi verið sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Hann uppfylli því ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Þá segir í úrskurðinum að Oscar hafi sjálfur kosið að tjá sig ekki um aðstæður í Kólumbíu eftir að hann var sendur aftur þangað í október 2024 nema að takmörkuðu leyti. Gögn úr viðtali hans við barnavernd þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð hafi því ekki verið send til kærunefndar. Helga Vala, lögmaður hans segir það ekki allskostar rétt. „Hann hinsvegar óskaði eftir því að smáatriði úr viðtali sem var tekið við hann í Barnahúsi yrðu ekki send beint til kærunefndar einfaldlega vegna þess að gögn sem fara til kærunefndar eru opinber gögn, þar að segja þau eru birt í úrskurðum og Oscar á hérna vini og hann er sautján ára, hann á stóran vinahóp af ungmennum og það sem er birt um hann það fer í fjölmiðla sem allir geta lesið.“ Megininntak viðtalsins hafi í raun farið til kærunefndar í gegnum greinargerð Barnaverndar Suðurnesja. Útlendingastofnun sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að mál Oscars hefði ekki hlotið efnislega meðferð. Lögmaður hans segir það hinsvegar vera staðreynd að hann hafi ekki fengið efnislega meðferð. Oscar hafi ekki fengið að leggja inn nýja umsókn eftir að hann kom til Íslands í seinna skiptið. „Og það að stjórnvöld ákveðið að það að hann komi hingað fylgdarlaus eftir að hafa verið droppað út á flugvellinum í Kólumbíu af íslenskum stjórnvöldum og skilinn þar eftir í október síðastliðnum, að það séu ekki nýjar aðstæður, það er óskiljanlegt og ég treysti því að dómstólar snúi því við.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels