Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. maí 2025 09:30 Vigdís Ósk Howser Harðardóttir er að útskrifast með BA gráðu sem handritshöfundur með sérhæfingu í leikstjórn frá LHÍ. Aðsend „Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera komin inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi,“ segir Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, sem er hluti af fyrsta árgangi til þess að útskrifast með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla. Vigdís hefur komið víða við í listinni og ræddi við blaðamann um lífið og sköpunargleðina. Leiklistarástríðan beint frá afa Vigdís er fædd árið 1993 og hefur í gegnum tíðina meðal annars vakið athygli á samfélagsmiðlum, sem tónlistarkona og fyrrum meðlimur Reykjavíkurdætra og hlaðvarpsstýra. „Menning og listgreinar hafa verið partur af mínu lífi frá því að ég man eftir mér og þá sérstaklega leiklist. Foreldrar mínir hafa alltaf verið duglegir í því að fara með mig í leikhús, við sjáum allt nýtt í bíó og keyptum svo á DVD líka. Það er allavega mín menning og það sem ég kannast við. Svo hefur ekki skemmt fyrir að afi minn er leikari þannig hugmyndin af því að vera listamaður að atvinnu hefur ekki verið algjörlega framandi,“ bætir Vigdís við en föðurafi hennar er Magnús Ólafsson sem hefur meðal annars farið með hlutverk í Latabæ og Börn náttúrunnar. Vigdís og Magnús afi hennar glæsileg!Aðsend Sköpunargleðin er því partur af erfðaefni Vigdísar sem fann fljótt sína köllun. „Mér hefur alltaf fundist gaman að segja sögur. Þegar ég var yngri var ég að spinna draugasögur fyrir vini mína og systkini og það var eitthvað einstakt við að finna að fólk væri svo tilfinningalega tengt einhverju sem maður stjórnaði. Þetta þróaðist yfir árin í það að ég fór að gera mína eigin sögur og söguheima. Ég lendi svo á kvikmyndum því að það er svo einstaklega sjónrænn miðill. Það eru mörg tækifæri þar sem að er ekki hægt að framkvæma annars staðar.“ Vigdís og bróðir hennar Tómas Howser ásamt afa Magnúsi á góðri stund í æsku.Aðsend Klikkaðar aðstæður stanslaus innblástur Viðburðaríkt líf Vigdísar er að sama skapi mikil andagift en hún bjó sem dæmi í Berlín í nokkur ár og eftir að hún flutti heim byrjaði hún með hispurslausa hlaðvarpið Kallaðu mig Howser. „Ég hef í gegnum lífstíðina verið í mörgum klikkuðum aðstæðum og hitt óhefðbundið fólk sem að mér finnst veita mér innblástur í að skrifa fyrir skjáinn. Eitthvað sem verður eiginlega að sýna, það er ekki bara nóg að segja frá því.“ Klikkaðar lífsreynslur reynast Vigdísi hinn besti innblástur.Aðsend Vigdís segir að hún muni alltaf búa vel að náminu. „Það sem mér finnst örugglega dýrmætast við þetta nám er auðvitað að fá áhöld og kennslu en fyrst og fremst að fá tíma til að gera stuttmyndir og bíómyndir. Það er líka búið að vera tilkomumikið að fá að kynnast öðru fólki sem er á sömu vegferð.“ Kom úr miklu stjórnleysi Vegferð Vigdísar hefur að sama skapi verið krefjandi. „Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera kominn inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi. Þetta var mjög tilfinningaþrungið tímabil þegar ég byrja. Mér fannst ég ekki eiga skilið að ég var ekki að lifa lífinu heldur bara að þrauka það.“ View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser Í dag er hún á öðrum stað. „Ég lærði svo mikið um að elska sjálfa mig af því að mennta mig og verða betri í einhverju sem ég hafði áhuga á. Ég hélt áður en ég byrjaði að ég gæti aldrei gert það sem ég elska en núna fæ ég að gera það næstum daglega. Svo er ég líka búin að læra mjög margt um samskipti við aðra. Kvikmyndagerð er rosalega mikil samvinna og það var krefjandi en mikilvægt.“ Spennt að demba sér í verkefnabardagann Vigdís er að útskrifast sem handritshöfundur með sérhæfingu í leikstjórn. „Auðvitað eru rosalega flóknar tilfinningar að vera að klára námið. Ég er að fara frá umhverfi þar sem ég fæ að gera það sem ég vil yfir í það að berjast við að fá að gera það. Þetta er stór breyting en fyrst og fremst er ég bara spennt.“ Hún ákvað að vera með tvö lokaverkefni, bæði handrit í fullri lengd og stuttmynd. Verkefnin eru að sögn Vigdísar mjög ólík og og verða sýnd á fimmtudaginn í Bíó Paradís. „Filma er uppskera þriggja árganga í kvikmyndagerð í Listaháskólanum. Þetta er í fyrsta skipti sem að útskriftarárgangur sýnir kvikmyndir því að þetta er fyrsti árgangurinn sem útskrifast. Það er alveg ótrúlega spennandi að vera hluti af þessum útskriftarhópi.“ Stefnan er svo sett fulla ferð áfram. „Ég stefni á að halda óforskammað áfram að skapa, elta draumana mína og halda áfram að sjokkera fólk. Ég er með tilbúið handrit af hryllingsmynd í fullri lengd og um leið og skólinn er búinn get ég farið á fullt af stað með það í þróun á framleiðslu, sækja fjármagn og svona. Það er næsti kafli,“ segir Vigdís brosandi og ákveðin að lokum. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Leiklistarástríðan beint frá afa Vigdís er fædd árið 1993 og hefur í gegnum tíðina meðal annars vakið athygli á samfélagsmiðlum, sem tónlistarkona og fyrrum meðlimur Reykjavíkurdætra og hlaðvarpsstýra. „Menning og listgreinar hafa verið partur af mínu lífi frá því að ég man eftir mér og þá sérstaklega leiklist. Foreldrar mínir hafa alltaf verið duglegir í því að fara með mig í leikhús, við sjáum allt nýtt í bíó og keyptum svo á DVD líka. Það er allavega mín menning og það sem ég kannast við. Svo hefur ekki skemmt fyrir að afi minn er leikari þannig hugmyndin af því að vera listamaður að atvinnu hefur ekki verið algjörlega framandi,“ bætir Vigdís við en föðurafi hennar er Magnús Ólafsson sem hefur meðal annars farið með hlutverk í Latabæ og Börn náttúrunnar. Vigdís og Magnús afi hennar glæsileg!Aðsend Sköpunargleðin er því partur af erfðaefni Vigdísar sem fann fljótt sína köllun. „Mér hefur alltaf fundist gaman að segja sögur. Þegar ég var yngri var ég að spinna draugasögur fyrir vini mína og systkini og það var eitthvað einstakt við að finna að fólk væri svo tilfinningalega tengt einhverju sem maður stjórnaði. Þetta þróaðist yfir árin í það að ég fór að gera mína eigin sögur og söguheima. Ég lendi svo á kvikmyndum því að það er svo einstaklega sjónrænn miðill. Það eru mörg tækifæri þar sem að er ekki hægt að framkvæma annars staðar.“ Vigdís og bróðir hennar Tómas Howser ásamt afa Magnúsi á góðri stund í æsku.Aðsend Klikkaðar aðstæður stanslaus innblástur Viðburðaríkt líf Vigdísar er að sama skapi mikil andagift en hún bjó sem dæmi í Berlín í nokkur ár og eftir að hún flutti heim byrjaði hún með hispurslausa hlaðvarpið Kallaðu mig Howser. „Ég hef í gegnum lífstíðina verið í mörgum klikkuðum aðstæðum og hitt óhefðbundið fólk sem að mér finnst veita mér innblástur í að skrifa fyrir skjáinn. Eitthvað sem verður eiginlega að sýna, það er ekki bara nóg að segja frá því.“ Klikkaðar lífsreynslur reynast Vigdísi hinn besti innblástur.Aðsend Vigdís segir að hún muni alltaf búa vel að náminu. „Það sem mér finnst örugglega dýrmætast við þetta nám er auðvitað að fá áhöld og kennslu en fyrst og fremst að fá tíma til að gera stuttmyndir og bíómyndir. Það er líka búið að vera tilkomumikið að fá að kynnast öðru fólki sem er á sömu vegferð.“ Kom úr miklu stjórnleysi Vegferð Vigdísar hefur að sama skapi verið krefjandi. „Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera kominn inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi. Þetta var mjög tilfinningaþrungið tímabil þegar ég byrja. Mér fannst ég ekki eiga skilið að ég var ekki að lifa lífinu heldur bara að þrauka það.“ View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser Í dag er hún á öðrum stað. „Ég lærði svo mikið um að elska sjálfa mig af því að mennta mig og verða betri í einhverju sem ég hafði áhuga á. Ég hélt áður en ég byrjaði að ég gæti aldrei gert það sem ég elska en núna fæ ég að gera það næstum daglega. Svo er ég líka búin að læra mjög margt um samskipti við aðra. Kvikmyndagerð er rosalega mikil samvinna og það var krefjandi en mikilvægt.“ Spennt að demba sér í verkefnabardagann Vigdís er að útskrifast sem handritshöfundur með sérhæfingu í leikstjórn. „Auðvitað eru rosalega flóknar tilfinningar að vera að klára námið. Ég er að fara frá umhverfi þar sem ég fæ að gera það sem ég vil yfir í það að berjast við að fá að gera það. Þetta er stór breyting en fyrst og fremst er ég bara spennt.“ Hún ákvað að vera með tvö lokaverkefni, bæði handrit í fullri lengd og stuttmynd. Verkefnin eru að sögn Vigdísar mjög ólík og og verða sýnd á fimmtudaginn í Bíó Paradís. „Filma er uppskera þriggja árganga í kvikmyndagerð í Listaháskólanum. Þetta er í fyrsta skipti sem að útskriftarárgangur sýnir kvikmyndir því að þetta er fyrsti árgangurinn sem útskrifast. Það er alveg ótrúlega spennandi að vera hluti af þessum útskriftarhópi.“ Stefnan er svo sett fulla ferð áfram. „Ég stefni á að halda óforskammað áfram að skapa, elta draumana mína og halda áfram að sjokkera fólk. Ég er með tilbúið handrit af hryllingsmynd í fullri lengd og um leið og skólinn er búinn get ég farið á fullt af stað með það í þróun á framleiðslu, sækja fjármagn og svona. Það er næsti kafli,“ segir Vigdís brosandi og ákveðin að lokum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira