„Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 21:44 ÁGúst Jóhannsson stýrði kvennaliði Vals í síðasta sinn í kvöld. Hann kveður liðið með Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistaratitli. Vísir/Ernir „Þetta eru auðvitað búin að vera frábær átta ár,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í kvöld. Í vetur var greint frá því að þetta yrði síðasta tímabil Ágústs sem þjálfari kvennaliðs Vals, en hann tekur við karlaliðinu í haust. Óhætt er að segja að Ágúst hætti á toppnum, en Valskonur urðu Íslands- og deildarmeistarar á tímabilinu, ásamt því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evróputitil þegar liðið vann Evrópubikarinn á dögunum. „Að enda þetta svona. Það hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi. Að enda sem Evrópu- og deildarmeistarar og taka svo úrslitakeppnina og sópa öllum liðunum þar út. Ég er bara hrærður yfir þessu. Þetta er algjörlega magnað og ég er ótrúlega stoltur af þessu liði og þessum leikmönnum og því sem við höfum byggt upp hérna. Ég hlakka bara til að fygljast með þessu liði í framtíðinni.“ Hann segir það þó sitja í sér að hafa ekki náð að klára bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. „Auðvitað ætluðum við að vinna bikarinn líka. En við vorum akkúrat að koma úr mjög erfiðu prógrammi þá þar sem við vorum búin að vera í Evrópukeppninni. Ég man að það vantaði svolítið upp á orkuna hjá okkur. Haukar unnu það bara og áttu það skilið, enda með frábært lið.“ Þá segir Ágúst að leikur kvöldsins hafi unnist á því að hans konur héldu ró sinni, þrátt fyrir sterka byrjun Hauka. „Haukarnir byrjuðu mjög vel, en við náðum að halda ákveðinni yfirvegun. Það var ekkert stress eða hræðsla við að tapa. Svo náum við ágætis tökum á leiknum og svo fannst mér við bara sannfærandi. Mér finnst við vera búin að spila frábæran handbolta. Erum að skora á mjög fjölbreyttan hátt og stelpurnar eru að spila þetta ótrúlega vel. Takturinn á liðinu er frábær. Það eru mörg ár síðan ég hef séð kvennalið spila jafn vel og Valsliðið er búið að spila stóran part af þessu tímabili.“ „Við erum bara búin að leysa það, sama hvort þær spila 3:3 vörn eða 5:1 eða 6:0. Við leystum það vel og ég er bara hrikalega ánægður með frammistöðuna og þakklátur fólkinu sem mætti hérna. Það var flott mæting hjá Völsurum og ég er bara hrikalega ánægður að kveðja við liðið á þennan hátt og óska þeim góðs gengis á næsta ári.“ Að lokum segist Ágúst ekki hafa neinar áhyggjur af Valsliðinu undir nýrri stjórn, en Anton Rúnarsson tekur nú við sem aðalþjálfari. „Þær verða bara feykilega öflugar á næsta ári. Mariam er að koma inn í þetta og ungar stelpur, mjög efnilegar, sem eru að koma inn. Liðið verður frábært og það verður gaman að fylgjast með þeim.“ Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Í vetur var greint frá því að þetta yrði síðasta tímabil Ágústs sem þjálfari kvennaliðs Vals, en hann tekur við karlaliðinu í haust. Óhætt er að segja að Ágúst hætti á toppnum, en Valskonur urðu Íslands- og deildarmeistarar á tímabilinu, ásamt því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evróputitil þegar liðið vann Evrópubikarinn á dögunum. „Að enda þetta svona. Það hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi. Að enda sem Evrópu- og deildarmeistarar og taka svo úrslitakeppnina og sópa öllum liðunum þar út. Ég er bara hrærður yfir þessu. Þetta er algjörlega magnað og ég er ótrúlega stoltur af þessu liði og þessum leikmönnum og því sem við höfum byggt upp hérna. Ég hlakka bara til að fygljast með þessu liði í framtíðinni.“ Hann segir það þó sitja í sér að hafa ekki náð að klára bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. „Auðvitað ætluðum við að vinna bikarinn líka. En við vorum akkúrat að koma úr mjög erfiðu prógrammi þá þar sem við vorum búin að vera í Evrópukeppninni. Ég man að það vantaði svolítið upp á orkuna hjá okkur. Haukar unnu það bara og áttu það skilið, enda með frábært lið.“ Þá segir Ágúst að leikur kvöldsins hafi unnist á því að hans konur héldu ró sinni, þrátt fyrir sterka byrjun Hauka. „Haukarnir byrjuðu mjög vel, en við náðum að halda ákveðinni yfirvegun. Það var ekkert stress eða hræðsla við að tapa. Svo náum við ágætis tökum á leiknum og svo fannst mér við bara sannfærandi. Mér finnst við vera búin að spila frábæran handbolta. Erum að skora á mjög fjölbreyttan hátt og stelpurnar eru að spila þetta ótrúlega vel. Takturinn á liðinu er frábær. Það eru mörg ár síðan ég hef séð kvennalið spila jafn vel og Valsliðið er búið að spila stóran part af þessu tímabili.“ „Við erum bara búin að leysa það, sama hvort þær spila 3:3 vörn eða 5:1 eða 6:0. Við leystum það vel og ég er bara hrikalega ánægður með frammistöðuna og þakklátur fólkinu sem mætti hérna. Það var flott mæting hjá Völsurum og ég er bara hrikalega ánægður að kveðja við liðið á þennan hátt og óska þeim góðs gengis á næsta ári.“ Að lokum segist Ágúst ekki hafa neinar áhyggjur af Valsliðinu undir nýrri stjórn, en Anton Rúnarsson tekur nú við sem aðalþjálfari. „Þær verða bara feykilega öflugar á næsta ári. Mariam er að koma inn í þetta og ungar stelpur, mjög efnilegar, sem eru að koma inn. Liðið verður frábært og það verður gaman að fylgjast með þeim.“
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira