Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 10:12 Sex af sjö stjórnarmeðlimum nýrrar stjórnar Evrópuhreyfingarinnar. Frá vinstri: Helga Vala Helgadóttir, Páll Rafnar Þorsteinsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Helgi Hrafn Guðmundsson, Dóra Magnúsdóttir og Magnús Árni Skjöld Magnússon. Ný stjórn Evrópuhreyfingarinnar var kjörin á aðalfundi hreyfingarinnar 22. maí síðastliðinn. Magnús Árni Skjöld er nýr formaður hreyfingarinnar en í nýju stjórninni eru nokkrir fyrrverandi þingmenn, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópuhreyfingunni. Aðalfundur Evrópuhreyfingarinnar var haldinn í Iðnó fimmtudaginn 22. maí síðastliðinn og var vel sóttur. Á dagskránni voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal skýrsla stjórnar og kosning nýrrar stjórnar. Auk þess var boðið upp á áhugaverð erindi og líflegar pallborðsumræður um stöðu Íslands í Evrópu. Um 1700 manns eru nú í Evrópuhreyfingunni en þar kemur saman fólk úr ólíkum áttum með sameiginlega sýn um að nauðsynlegt sé að efla umræðu um Evrópumál og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi þingmaður, var kjörinn nýr formaður Evrópuhreyfingarinnar og var Jóni Steindóri Valdimarssyni, fráfarandi formanni, þökkuð góð og óeigingjörn störf. Vel var mætt í Iðnó á aðalfundinn. Með Magnúsi voru kjörin í stjórn Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingar; Dóra Magnúsdóttir, samskiptastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson hugbúnaðarsmiður og fyrrverandi þingmaður Píraa, Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Thomas Möller verkfræðingur og leiðsögumaður. Mike Galsworthy, formaður European Movement UK, flutti erindið „Moving away from Brexit and towards a stronger European vision“ um stöðuna í Bretlandi eftir Brexit. Pallborðsumræður undir stjórn Boga Ágústssonar fóru fram þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra; Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður og Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddu um framtíðarsýn Íslands í Evrópusamstarfi, Fundarstjóri var Dóra Sif Tynes lögmaður. Evrópusambandið Félagasamtök Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópuhreyfingunni. Aðalfundur Evrópuhreyfingarinnar var haldinn í Iðnó fimmtudaginn 22. maí síðastliðinn og var vel sóttur. Á dagskránni voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal skýrsla stjórnar og kosning nýrrar stjórnar. Auk þess var boðið upp á áhugaverð erindi og líflegar pallborðsumræður um stöðu Íslands í Evrópu. Um 1700 manns eru nú í Evrópuhreyfingunni en þar kemur saman fólk úr ólíkum áttum með sameiginlega sýn um að nauðsynlegt sé að efla umræðu um Evrópumál og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi þingmaður, var kjörinn nýr formaður Evrópuhreyfingarinnar og var Jóni Steindóri Valdimarssyni, fráfarandi formanni, þökkuð góð og óeigingjörn störf. Vel var mætt í Iðnó á aðalfundinn. Með Magnúsi voru kjörin í stjórn Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingar; Dóra Magnúsdóttir, samskiptastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson hugbúnaðarsmiður og fyrrverandi þingmaður Píraa, Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Thomas Möller verkfræðingur og leiðsögumaður. Mike Galsworthy, formaður European Movement UK, flutti erindið „Moving away from Brexit and towards a stronger European vision“ um stöðuna í Bretlandi eftir Brexit. Pallborðsumræður undir stjórn Boga Ágústssonar fóru fram þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra; Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður og Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddu um framtíðarsýn Íslands í Evrópusamstarfi, Fundarstjóri var Dóra Sif Tynes lögmaður.
Evrópusambandið Félagasamtök Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira