Lífið

Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Leikarar sýningarinnar, Valdimar, Albert, Starkaður, Ólafur og Sveinn Ólafur, ásamt tíu þúsundasta gestinum, Diddú.
Leikarar sýningarinnar, Valdimar, Albert, Starkaður, Ólafur og Sveinn Ólafur, ásamt tíu þúsundasta gestinum, Diddú.

Tíu þúsundasti gesturinn mætti á leiksýninguna Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar á föstudaginn og var það engin önnur en óperusöngkonan Diddú.

Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, var mætt á sýninguna með Kela eiginmanni sínum, Þorkatli Jóelssyni, og skemmtu þau sér konunglega að sögn aðstandenda sýningarinnar og ætla að bera út fagnaðarerindið um alla Mosfellssveit.

„Það er bara mjög fyndið að í sjálfu sér að óperusöngkonan Diddú hafi ákveðið að skella sér á leiksýningu um íslenskar fótboltabullur sem halda með Manchester United,“ segir Ólafur Ásgeirsson, einn af aðalleikurum og höfundum sýningarinnar, um tíu þúsundasta gestinn.

„Við höfum fengið mikið af sýningargestum sem sumir hverjir eru að mæta í leikhús í fyrsta sinn og á hverri sýningu mæta menn í gríðarlega vel stemmdir klæddir knattspyrnutreyjum en það er einhvern veginn fátt sem toppar Diddú og einskær tilviljun að hún hafi verið 10 þúsundasti gesturinn,“ segir hann.

Ólafur ræddi við Vísi í júní 2023 eftir fyrsta sýningarár Óbærilegs léttleika knattspyrnunnar í Tjarnarbíói en það árið fékk sýningin fjórar Grímutilnefningar. Sýningin fékk síðan framhaldslíf í Borgarleikhúsinu og er á leið á sitt fjórða leikár í haust. 


Tengdar fréttir

Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðnings­mann United

Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.