Íslenski boltinn

Bestu kaupin, ný­yrði í boltanum og hver verður marka­kóngur?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þrjú umræðuefni skoðuð undir lok síðasta þáttar af Stúkunni.
Þrjú umræðuefni skoðuð undir lok síðasta þáttar af Stúkunni.

Í uppbótatímanum í síðasta þætti af Stúkunni fengu þeir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson nokkrar vel valdar spurningar í beinni útsendingu.

Bestu kaup tímabilsins voru til að mynda til umræðu og komu þar fram nöfn á borð við Eið Gauta hjá KR og Tobias Thomsen hjá Blikum og fleiri .

Hvaða leikmaður verður markakóngur?

„Ég ætla skjóta á Eið Gauta, þeir spila þannig bolta og ég bara vona það líka,“ segir Arnar Grétarsson.

„Ég held að Patrick Pedersen eigi eftir að verða markakóngur og í leiðinni slá markametið,“ segir Baldur Sigurðsson.

Einnig ræddu þér félagar um nýyrðið byltni sem útskýrt er hér að neðan.

Klippa: Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×