Lífið samstarf

Iðnaðar­maður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úr­slit

X977 & SINDRI
Untitled-8 (4)

Eyjólfur Eiríksson er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins 2025 hjá X977 og SINDRA. Eyjólfur byrjaði að múra í sumarvinnu en fannst svo gaman að hann ákvað að demba sér í Tækniskólann. Þegar hann er ekki í vinnunni skreppur hann í golf og hlustar á Ice guys til að koma sér í stuð. 

Eyjólfur svarar hér nokkrum laufléttum:

Mikilvægasta áhaldið? Kalkkústur. Til að þrífa verkfærin.

Hvernig ertu í annari iðn? Værir þú liðtækur á 6 véla settið frá Sindra? Maður reddar sér.

Uppáhalds hljómsveit? Ice guys eru alltaf skemmtilegir.

Hver er besti skyndibitinn? Annaðhvort KFC eða Búllan.

Staðlað svar þegar ættingjarnir vilja fá þig til að “laga smá”? Ég segi oftast já. Ég er alltaf til í eitthvað bras.

Kaffi eða orkudrykki? Kaffið er frítt.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Brjóta saman föt.

Ef þú værir ekki þinni iðngrein hvað værir þú þá? Tók eina önn í fasteignasalanum ætli ég væri ekki bara þar.

Hver er þinn uppáhalds drykkur? Bjór í frosnu glasi

Hvað fer í mest taugarnar á þér? Ég þoli ekki smjatt

Besti staður á Íslandi? Stuðlagil.

Heitur brauðréttur eða brauðterta? Brauðréttur allan daginn.

Hlustar þú á X977 í Peltor eða Airpods? Hvorugt. Ég hlusta í Bose heyrnartólum

Stáltá eða strigaskór? Stáltá… annað er heimska

Tommustokkur eða málband? Málband.

Hvert er þitt tærsta afrek sem iðnaðarmaður? Ætli það sé ekki bara sveinsprófið

En stærsta klúður? Ég man ekki eftir neinu stóru. En hef alveg kíkt a vitlausa veðurspá.

Hefurðu komist í gegnum fermingarveislu án þess að einhver fari að tala um það sem er bilað heima…hvort þú getir kannski kíkt á það? Hef sloppið en þetta kemur fyrir


Kosningin er í fullum gangi og hægt að kjósa sinn uppáhalds iðnaðarmann hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.