Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2025 09:03 Guðjón Þórðarson ræðir við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn. Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn.
NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri.
Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira