Innlent

Fasteignamatið hækkar og á­hyggju­fullir náms­menn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís.

Við heyrum í formanni félags íslenskra námsmanna erlendis sem hefur áhyggjur af stöðunni. 

Þá segjum við frá nýju fasteignamati fyrir næsta ár sem kynnt var í morgun en það hækkar um rúm níu prósent að meðaltali yfir allt landið. 

Einnig heyrum við í Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem í morgun átti fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO. 

Í íþróttapakkanum verður hitað upp fyrir úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu sem fer fram í Póllandi í kvöld og rætt við Frey Alexandersson þjálfara Brann í Noregi.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 28. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×