„Ozempic tennur“ meðal aukaverkana þyngdarstjórnunarlyfja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júní 2025 23:16 Stefán Pálmason er tannlæknir. Stöð 2 Ozempic tennur og Ozempic tunga er meðal mögulegra aukaverkana af notkun þyngdarstjórnunarlyfja sem tannlæknar víða um heim velta fyrir sér núna. Íslenskur tannlæknir segir ekki búið að sanna orsakasamhengi milli notkunar lyfjanna og versnandi tannheilsu en þau geti vissulega valdið verulegum munnþurrki sem geti haft slæmar afleiðingar. Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“ Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“
Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira