„Hann vildi ekki klaga, klaga hvern þá?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. júní 2025 15:02 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Sigurður Ólafsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara segir framburð Gedirninas Saulys, 34 ára litáísks karlmanns sem er ákærður fyrir líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í Kiðjabergsmálinu svokallaða, hafa verið afar ótrúverðugan. Elimar Hauksson, verjandi Gedirninas, segir hins vegar að ekkert í gögnum málsins sýni fram á að framburður umbjóðanda hans sé rangur. Þá hafi aðkoma annarra að andlátinu sem málið varðar ekki verið útilokuð. Í málinu er Gedirninas ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Hrópandi ósamræmi Í málflutningi við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í nýliðinni viku fór Sigurður yfir margar skýrslur sem teknar voru af Gedirninas og sagði að í þeim fælist mikið ósamræmi. Hann nefndi mörg dæmi máli sínu til stuðnings. Sem dæmi hafi Gedirninas í fyrstu skýrslutöku hafi hann viðurkennt að slá Viktoras mjög laust, í annarri skýrslutöku hafi hann ekki munað eftir átökum þeirra á milli, og í þriðju skýrslutöku hafi hann viðurkennt að hafa veitt honum „svolítið sterkt högg“. „Þarna kom upp hrópandi ósamræmi,“ sagði Sigurður. Hann vildi meina að framburður annarra vitna sem voru á vettvangi væri trúverðugur og í samræmi við önnur gögn málsins. Að sögn Sigurðar benti ekkert í gögnum málsins til annars en þess að Viktoras hefði látist í kjölfar líkamsárásar. Sú árás hefði verið heiftúðleg og vægðarlaus. Og sagði ekkert benda til annars en að Gedirninas hafi verið að verki. Í ræðu sinni minntist Sigurður á þrjú mál sem honum þótti svipuð þar sem sakborningar voru sakfelldir. Í einu málinu var dæmt í fimm ára fangelsi, í öðru máli var dæmt í átta ára fangelsi, og í þriðja málinu var dæmt í tíu ára fangelsi. Sigurður vísaði til þessara mála, og nefndi ekki tiltekna refsingu sem honum þætti viðeigandi í málinu. Margar sviðsmyndir mögulegar „Fjölmargt er algjörlega á huldu um það sem gerðist í Kiðjabergi,“ sagði Elimar í málflutningi sínum. Í sumarhúsinu bjuggu þrír menn: hinn látni, sakborningurinn og einn maður til viðbótar. Svo komu tveir menn til viðbótar á vettvang. Elimar sagði að aðkoma þessara manna hefði ekki verið útilokuð. Mögulega hefði Gedirninas verið einn að verki, mögulega hefði þriðji maðurinn verið einn að verki, og mögulega hefðu þeir jafnvel verið báðir að verki. Þar að auki væri ekki hægt að útiloka aðkomu mannanna tveggja sem komu seinna, þó þeir væru kannski ekki líklegir gerendur. Þá sagði Elimar að ekkert vitni hefði sakað Gedirninas um verknaðinn, einungis hefði verið ýjað að því að hann væri sekur. Vildi einhver ekki klaga sjálfan sig? Eitt vitni, sem ræddi við þriðja manninn í síma morguninn sem málið kom upp, sagði að þriðji maðurinn hafi talað um að þeir væru í vandræðum í bústaðnum, en vildi ekki segja hvað það væri, hann vildi ekki klaga. „Hann vildi ekki klaga, klaga hvern þá?“ spurði Elimar og sagði það ekki liggja fyrir. Elimar sagði mögulegt að vitni málsins vildu ekki klaga, og þar inni fælist að mögulega vildi eitthvað vitni ekki klaga sjálft sig. Þar að auki sagði Elimar að ekki hefðu verið nægilegir áverkar á höndum eða fótum Gedirninas svo hann hafi getað veitt hinum látna áverka sína, en réttarmeinafræðingur hafði talað um að hnefahögg eða spörk hefðu líklegast valdið áverkunum. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Elimar Hauksson, verjandi Gedirninas, segir hins vegar að ekkert í gögnum málsins sýni fram á að framburður umbjóðanda hans sé rangur. Þá hafi aðkoma annarra að andlátinu sem málið varðar ekki verið útilokuð. Í málinu er Gedirninas ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Hrópandi ósamræmi Í málflutningi við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í nýliðinni viku fór Sigurður yfir margar skýrslur sem teknar voru af Gedirninas og sagði að í þeim fælist mikið ósamræmi. Hann nefndi mörg dæmi máli sínu til stuðnings. Sem dæmi hafi Gedirninas í fyrstu skýrslutöku hafi hann viðurkennt að slá Viktoras mjög laust, í annarri skýrslutöku hafi hann ekki munað eftir átökum þeirra á milli, og í þriðju skýrslutöku hafi hann viðurkennt að hafa veitt honum „svolítið sterkt högg“. „Þarna kom upp hrópandi ósamræmi,“ sagði Sigurður. Hann vildi meina að framburður annarra vitna sem voru á vettvangi væri trúverðugur og í samræmi við önnur gögn málsins. Að sögn Sigurðar benti ekkert í gögnum málsins til annars en þess að Viktoras hefði látist í kjölfar líkamsárásar. Sú árás hefði verið heiftúðleg og vægðarlaus. Og sagði ekkert benda til annars en að Gedirninas hafi verið að verki. Í ræðu sinni minntist Sigurður á þrjú mál sem honum þótti svipuð þar sem sakborningar voru sakfelldir. Í einu málinu var dæmt í fimm ára fangelsi, í öðru máli var dæmt í átta ára fangelsi, og í þriðja málinu var dæmt í tíu ára fangelsi. Sigurður vísaði til þessara mála, og nefndi ekki tiltekna refsingu sem honum þætti viðeigandi í málinu. Margar sviðsmyndir mögulegar „Fjölmargt er algjörlega á huldu um það sem gerðist í Kiðjabergi,“ sagði Elimar í málflutningi sínum. Í sumarhúsinu bjuggu þrír menn: hinn látni, sakborningurinn og einn maður til viðbótar. Svo komu tveir menn til viðbótar á vettvang. Elimar sagði að aðkoma þessara manna hefði ekki verið útilokuð. Mögulega hefði Gedirninas verið einn að verki, mögulega hefði þriðji maðurinn verið einn að verki, og mögulega hefðu þeir jafnvel verið báðir að verki. Þar að auki væri ekki hægt að útiloka aðkomu mannanna tveggja sem komu seinna, þó þeir væru kannski ekki líklegir gerendur. Þá sagði Elimar að ekkert vitni hefði sakað Gedirninas um verknaðinn, einungis hefði verið ýjað að því að hann væri sekur. Vildi einhver ekki klaga sjálfan sig? Eitt vitni, sem ræddi við þriðja manninn í síma morguninn sem málið kom upp, sagði að þriðji maðurinn hafi talað um að þeir væru í vandræðum í bústaðnum, en vildi ekki segja hvað það væri, hann vildi ekki klaga. „Hann vildi ekki klaga, klaga hvern þá?“ spurði Elimar og sagði það ekki liggja fyrir. Elimar sagði mögulegt að vitni málsins vildu ekki klaga, og þar inni fælist að mögulega vildi eitthvað vitni ekki klaga sjálft sig. Þar að auki sagði Elimar að ekki hefðu verið nægilegir áverkar á höndum eða fótum Gedirninas svo hann hafi getað veitt hinum látna áverka sína, en réttarmeinafræðingur hafði talað um að hnefahögg eða spörk hefðu líklegast valdið áverkunum.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira