„Það má ekki fagna of mikið“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2025 19:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði sigri í Mosfellsbæ í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag.„Mjög ánægður með sigurinn, koma í Mosfellsbæ og vinna leikinn 2-0 og halda hreinu. Ná þremur stigum á móti liði sem er búið að vera mjög sterkt heima, mjög erfiður útivöllur með góðri stemningu,“ sagði þjálfarinn í leikslok. Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira