Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 10:39 Á meðal þeirra ummæla sem urðu til þess að gagnmótmælin voru færð voru ein um að berja þátttakendur í mótmælum fyrir Palestínumenn. Myndin er frá slíkum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Steingrímur Dúi Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira