„Ég held það vilji enginn upplifa svona aftur“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2025 12:01 Sölvi Geir Ottesen er þjálfari Víkings Reykjavíkur vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur, segir tapið í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra gegn Breiðabliki ekki ofarlega í huga fyrir stórleik liðanna í kvöld í Bestu deildinni. Hins vegar geti menn nýtt sér tilfinningarnar frá því kvöldi, muna hvernig þeim leið og mæta klárir í hörku leik. „Leggst mjög vel í mig, stórleikur og leikirnir við Breiðablik eru yfirleitt skemmtilegir leikir þar sem að það er hart barist. Við erum bara spenntir, góð úrslit setja okkur í góða stöðu,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Víkingarnir eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á næstu lið fyrir neðan sig og geta með sigri í kvöld breikkað bilið á milli sín og Breiðabliks í sjö stig. Skiptir það máli á þessum tímapunkti á tímabilinu? „Já auðvitað viltu alltaf koma þér eins langt frá andstæðingum þínum og þú mögulega getur. Það er góður möguleiki fyrir okkur núna að komast aðeins frá okkar helstu keppinautum síðustu ára. En við vitum líka að tímabilið er langt frá því búið, það á eftir að spila helling af fótbolta og mig minnir nú að í fyrra höfðum við verið með ágætis forskot sem við glutruðum niður með tímanum. Breiðablik gerði þar vel og fóru af stað í langa taplausa hrinu. Núna einbeitum við okkur bara að þessum eina leik þó svo að við getum komist í sjö stiga forystu á lið eins og Breiðablik, við megum ekki missa okkur í því. Við ætlum að gera vel í þessum leik.“ Eftir flotta byrjun á tímabilinu hefur lið Íslandsmeistara Breiðabliks hikstað upp á síðkastið. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Vestra á dögunum, hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins og er fjöldi tapleikja liðsins í deildinni (3) sá sami og eftir deildarkeppni Bestu deildarinnar fyrir skiptingu á síðasta tímabili. Gerir slæmt gengi Breiðabliks upp á síðkastið þá að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Ég held að form liðanna, hvernig það hefur verið á tímabilinu, skipti voða litlu máli þegar komið er að þessum leik þar sem hér er um að ræða tvö lið sem hafa verið að keppast um titilinn síðustu ár. Það er sama hvernig takturinn hjá þeim er í deildinni, þeir ná alltaf að gíra sig upp í þessa leiki. Við vitum hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það er mikill hiti í þessum leikjum, mikið undir og því skiptir í raun ekki neinu máli hvernig takturinn hefur verið. Ég veit að Blikarnir munu koma vel stemmdir inn í þennan leik, þetta verður hrikalega erfiður leikur. Það hefur yfirleitt verið erfitt fyrir öll lið að mæta í Kópavoginn. Við megum ekkert hugsa út í þeirra takt, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum, komum vel stemmdir inn í þetta og búumst við hörku leik.“ Þetta eru liðin sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, þar hafði Breiðablik betur á Víkingsvelli. Er sá leikur ykkur ofarlega í huga komandi inn í leik kvöldsins? „Þú þurftir að minnast á hann núna?“ svaraði Sölvi Geir og hló. „Nei alls ekki. Auðvitað situr þetta í mönnum, titillinn í fyrra vannst á mjög dramatískan hátt og ég held það vilji enginn upplifa svona aftur. Við kannski getum nýtt okkur þetta komandi inn í þennan leik, að muna eftir því hvernig okkur leið og þá sjá menn til þess að þeir mæta vel stemmdir og gíraðir inn í þennan leik.“ Stórleikur Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í 10.umferð Bestu deildar karla verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
„Leggst mjög vel í mig, stórleikur og leikirnir við Breiðablik eru yfirleitt skemmtilegir leikir þar sem að það er hart barist. Við erum bara spenntir, góð úrslit setja okkur í góða stöðu,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Víkingarnir eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á næstu lið fyrir neðan sig og geta með sigri í kvöld breikkað bilið á milli sín og Breiðabliks í sjö stig. Skiptir það máli á þessum tímapunkti á tímabilinu? „Já auðvitað viltu alltaf koma þér eins langt frá andstæðingum þínum og þú mögulega getur. Það er góður möguleiki fyrir okkur núna að komast aðeins frá okkar helstu keppinautum síðustu ára. En við vitum líka að tímabilið er langt frá því búið, það á eftir að spila helling af fótbolta og mig minnir nú að í fyrra höfðum við verið með ágætis forskot sem við glutruðum niður með tímanum. Breiðablik gerði þar vel og fóru af stað í langa taplausa hrinu. Núna einbeitum við okkur bara að þessum eina leik þó svo að við getum komist í sjö stiga forystu á lið eins og Breiðablik, við megum ekki missa okkur í því. Við ætlum að gera vel í þessum leik.“ Eftir flotta byrjun á tímabilinu hefur lið Íslandsmeistara Breiðabliks hikstað upp á síðkastið. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Vestra á dögunum, hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins og er fjöldi tapleikja liðsins í deildinni (3) sá sami og eftir deildarkeppni Bestu deildarinnar fyrir skiptingu á síðasta tímabili. Gerir slæmt gengi Breiðabliks upp á síðkastið þá að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Ég held að form liðanna, hvernig það hefur verið á tímabilinu, skipti voða litlu máli þegar komið er að þessum leik þar sem hér er um að ræða tvö lið sem hafa verið að keppast um titilinn síðustu ár. Það er sama hvernig takturinn hjá þeim er í deildinni, þeir ná alltaf að gíra sig upp í þessa leiki. Við vitum hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það er mikill hiti í þessum leikjum, mikið undir og því skiptir í raun ekki neinu máli hvernig takturinn hefur verið. Ég veit að Blikarnir munu koma vel stemmdir inn í þennan leik, þetta verður hrikalega erfiður leikur. Það hefur yfirleitt verið erfitt fyrir öll lið að mæta í Kópavoginn. Við megum ekkert hugsa út í þeirra takt, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum, komum vel stemmdir inn í þetta og búumst við hörku leik.“ Þetta eru liðin sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, þar hafði Breiðablik betur á Víkingsvelli. Er sá leikur ykkur ofarlega í huga komandi inn í leik kvöldsins? „Þú þurftir að minnast á hann núna?“ svaraði Sölvi Geir og hló. „Nei alls ekki. Auðvitað situr þetta í mönnum, titillinn í fyrra vannst á mjög dramatískan hátt og ég held það vilji enginn upplifa svona aftur. Við kannski getum nýtt okkur þetta komandi inn í þennan leik, að muna eftir því hvernig okkur leið og þá sjá menn til þess að þeir mæta vel stemmdir og gíraðir inn í þennan leik.“ Stórleikur Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í 10.umferð Bestu deildar karla verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira