Útlendingaandúð sé vinsæl leið til að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 13:44 Sema Erla Serdaroglu er formaður og stofnandi Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn samtakanna Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur miklar áhyggjur af aukinni andúð og fyrirlitningu í garð fólks á flótta. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að þessi andúð birtist bæði í net- og raunheimum. Stjórnin kallar eftir því að þessari þróun verði snúið við og það verði gripið til aðgerða. Yfirlýsingin er send út með tilvísun í atburði síðustu daga en í gær fóru fram tvenn mótmæli í Reykjavík. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í yfirlýsinguni minnir stjórnin á að það séu mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd og að allir eigi rétt á því samkvæmt alþjóðalögum að leita skjóls undan ofsóknum í öðru „Vegna stríðs, átaka, þjóðarmorðs, náttúruhamfara, ofsókna og annarra hörmunga í heiminum hefur fjöldi fólks á flótta aldrei verið meiri en nú og fátt bendir til þess að fólki sem neyðist til þess að flýja heimahaga sína muni fækka á næstu árum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin gagnrýnir þar einnig stefnu stjórnvalda og segja stefnuna hafa einkennst af því síðustu ár að grundvallarréttindi hafi verið skert og kostur fólks til að fá vernd hér hafi verið skertur. Orðræða fólks í valdastöðum Þá gagnrýna samtökin orðræðu fólks í valdastöðum í garð flóttafólks. „…hvort sem það er hjá ráðherrum og þingfólki, hjá embætti ríkissaksóknara, lögreglu eða innan dómskerfisins, er með þeim hætti að hún elur ítrekað á ótta og andúð í garð flóttafólks valdeflist almenningur í fyrirlitningu sinni og hatri, sem í sumum tilfellum verður til þess að fólk er beitt ofbeldi vegna þjóðernisuppruna og þjóðfélagsstöðu. Það er gömul saga og ný að fólk sé tilbúið til þess að ala á ótta og hatri í garð jaðarsettra hópa til að ná völdum eða viðhalda þeim. Í dag er það einnig vinsæl leið til þess að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og stjórnmálum. Það er hættuleg þróun.“ Stjórnin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og kalla eftir samtali um hvernig megi auka samkennd, samtal á milli ólíkra hópa og sporna þannig gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitað hefur til okkar eftir skjóli og vernd. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44 „Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34 Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Stjórnin kallar eftir því að þessari þróun verði snúið við og það verði gripið til aðgerða. Yfirlýsingin er send út með tilvísun í atburði síðustu daga en í gær fóru fram tvenn mótmæli í Reykjavík. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í yfirlýsinguni minnir stjórnin á að það séu mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd og að allir eigi rétt á því samkvæmt alþjóðalögum að leita skjóls undan ofsóknum í öðru „Vegna stríðs, átaka, þjóðarmorðs, náttúruhamfara, ofsókna og annarra hörmunga í heiminum hefur fjöldi fólks á flótta aldrei verið meiri en nú og fátt bendir til þess að fólki sem neyðist til þess að flýja heimahaga sína muni fækka á næstu árum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin gagnrýnir þar einnig stefnu stjórnvalda og segja stefnuna hafa einkennst af því síðustu ár að grundvallarréttindi hafi verið skert og kostur fólks til að fá vernd hér hafi verið skertur. Orðræða fólks í valdastöðum Þá gagnrýna samtökin orðræðu fólks í valdastöðum í garð flóttafólks. „…hvort sem það er hjá ráðherrum og þingfólki, hjá embætti ríkissaksóknara, lögreglu eða innan dómskerfisins, er með þeim hætti að hún elur ítrekað á ótta og andúð í garð flóttafólks valdeflist almenningur í fyrirlitningu sinni og hatri, sem í sumum tilfellum verður til þess að fólk er beitt ofbeldi vegna þjóðernisuppruna og þjóðfélagsstöðu. Það er gömul saga og ný að fólk sé tilbúið til þess að ala á ótta og hatri í garð jaðarsettra hópa til að ná völdum eða viðhalda þeim. Í dag er það einnig vinsæl leið til þess að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og stjórnmálum. Það er hættuleg þróun.“ Stjórnin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og kalla eftir samtali um hvernig megi auka samkennd, samtal á milli ólíkra hópa og sporna þannig gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitað hefur til okkar eftir skjóli og vernd.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44 „Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34 Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44
„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34
Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39