Ósáttur Davíð Smári: Einn maður sem eyðileggur leikinn Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. júní 2025 17:08 Davíð Smári Lamude lét vaða á súðum eftir tapið gegn KR í dag. Stöð 2 Sport Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var stóryrtur eftir tap sinna manna gegn KR á Avis-vellinum í dag. Vestri tapaði 2-1 en KR skoraði tvö mörk á síðustu 15 mínútum leiksins. Davíð ræddi við Vísi eftir leik og var ekki sáttur við dómaratríó leiksins en sagði sitt lið hafa gert nóg til að vinna. „Tilfinningarnar eru ekki góðar. Þetta voru lélegar skiptingar hjá mér, góðar hjá KR. Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð Smári um frammistöðu dómarans í dag og var síður en svo hættur. Viðtalið við Davíð má sjá hér að neðan og í því sést löglegt mark Vestra sem dæmt var af, þegar liðið virtist hafa komist í 2-0 eftir 70 mínútna leik. Klippa: Davíð Smári eftir tapið gegn KR „Liðið mitt var ekki gott í dag en frammistaðan okkar var nægilega góð til að skora tvö mörk og við gerðum það. Annað markið var dæmt af fyrir rangstöðu sem var aldrei rangstaða. Ég er orðin hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona. Ég tek ekkert af KR, þeir voru frábærir. Við vissum að við þyrftum að koma inní leikinn og þyrftum að þjást. Við myndum lílkega ekki ná að halda boltanum en þyrftum að vera góðir án bolta. Það gekk upp þangað til við missum þetta hérna í lokin, verðum orkulausir og kraftlausir. Auðvitað líka þegar stór atvik falla á móti þér, þá brýtur það niður orkustigið í liðinu.“ Vestri leiddi þegar fimmtán mínútur voru eftir og virtust hafa stjórn á leiknum. Davíð sagði sitt lið hafa verið orkulaust eftir að KR náði að jafna. „Við gerum skiptingar, Gunnar Jónas fer útaf og Sergine Fall kemur inná og á erfitt uppdráttar. Þá keyra þeir á hann og ná góðum fyrirgjöfum, sem var vel gert hjá KR. Við vorum ekki góðir fyrstu tíu mínúturnar en þar fyrir utan var leikurinn algjörlega í te skeið hjá okkur. En við skorum tvö lögleg mörk og það er að mínu mati nóg til að vinna KR hér í dag. En að einhverjum ástæðum þá er eitthvað sem við stjórnum ekki sem gerist hér í dag, við getum stjórnað frammistöðu okkar en við getum ekki stjórnað úrslitum. En það er gríðarlega svekkjandi að það sé löglegt mark tekið af okkur. Það brýtur okkur niður.“ Davíð var gríðarlega ósáttur við dómaratríóið og hóf ný upp raust sína er hann gagnrýndi þá fyrir frammistöðu dagsins. „Hrós á KR þeir gerðu vel að skora tvö mörk á okkur en ég verð aftur að spyrja þessarar stóru spurningar sem ég sendi niður á KSÍ. Er það eðlilegt að maður sé alltaf með hnút í maganum þegar ákveðinn aðili er að dæma, ég er ekki sá eini. Leikmenn eru gagnrýndir fyrir frammistöðu og þjálfarar líka. En þetta er einhvernvegin alltaf látið kjurrt liggja. Þurfið þið ekki að gagnrýna þetta líka þegar þeir eiga slæmar frammistöður? Væntanlega eru allir að gera sitt besta en það tókst ekki í dag og það er alltof sjaldan sem það tekst hjá þessu tríói sem var í dag,“ sagði Davíð og sagðist vera að tala um aðaldómara leiksins áður en hann hélt áfram. „Maður er bara stressaður. Maður horfir á leikina, hann gerði stór mistök í síðasta leik samt er hann settur strax á leik í næstu umferð. Þetta var líka svona í fyrra. Einhverntímann verður að skoða hluti og meta. Ef að leikmaður hjá mér á ekki góða frammistöðu í stórum augnablikum þá spilar hann ekki næsta leik, það er svo einfalt. Við erum í þannig íþrótt að það hlýtur að þurfa að skoða þessa hluti.“ Vestri er enn í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Það var þó engan bilbug á Davíð að finna. „Þurfum að gera meira, verðum að klára leiki með sama orkustig og við byrjuðum þá. Við vinnum okkur inní leikinn í dag og erum heilt yfir kraftmiklir. Hér í lokin sést það svo bara á liðinu mínu að menn eru orðnir þreyttir og ráða ekki við fyrirgjafirnar. Enn og aftur, hrós á KR-ingana.“ Besta deild karla Vestri Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Davíð ræddi við Vísi eftir leik og var ekki sáttur við dómaratríó leiksins en sagði sitt lið hafa gert nóg til að vinna. „Tilfinningarnar eru ekki góðar. Þetta voru lélegar skiptingar hjá mér, góðar hjá KR. Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð Smári um frammistöðu dómarans í dag og var síður en svo hættur. Viðtalið við Davíð má sjá hér að neðan og í því sést löglegt mark Vestra sem dæmt var af, þegar liðið virtist hafa komist í 2-0 eftir 70 mínútna leik. Klippa: Davíð Smári eftir tapið gegn KR „Liðið mitt var ekki gott í dag en frammistaðan okkar var nægilega góð til að skora tvö mörk og við gerðum það. Annað markið var dæmt af fyrir rangstöðu sem var aldrei rangstaða. Ég er orðin hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona. Ég tek ekkert af KR, þeir voru frábærir. Við vissum að við þyrftum að koma inní leikinn og þyrftum að þjást. Við myndum lílkega ekki ná að halda boltanum en þyrftum að vera góðir án bolta. Það gekk upp þangað til við missum þetta hérna í lokin, verðum orkulausir og kraftlausir. Auðvitað líka þegar stór atvik falla á móti þér, þá brýtur það niður orkustigið í liðinu.“ Vestri leiddi þegar fimmtán mínútur voru eftir og virtust hafa stjórn á leiknum. Davíð sagði sitt lið hafa verið orkulaust eftir að KR náði að jafna. „Við gerum skiptingar, Gunnar Jónas fer útaf og Sergine Fall kemur inná og á erfitt uppdráttar. Þá keyra þeir á hann og ná góðum fyrirgjöfum, sem var vel gert hjá KR. Við vorum ekki góðir fyrstu tíu mínúturnar en þar fyrir utan var leikurinn algjörlega í te skeið hjá okkur. En við skorum tvö lögleg mörk og það er að mínu mati nóg til að vinna KR hér í dag. En að einhverjum ástæðum þá er eitthvað sem við stjórnum ekki sem gerist hér í dag, við getum stjórnað frammistöðu okkar en við getum ekki stjórnað úrslitum. En það er gríðarlega svekkjandi að það sé löglegt mark tekið af okkur. Það brýtur okkur niður.“ Davíð var gríðarlega ósáttur við dómaratríóið og hóf ný upp raust sína er hann gagnrýndi þá fyrir frammistöðu dagsins. „Hrós á KR þeir gerðu vel að skora tvö mörk á okkur en ég verð aftur að spyrja þessarar stóru spurningar sem ég sendi niður á KSÍ. Er það eðlilegt að maður sé alltaf með hnút í maganum þegar ákveðinn aðili er að dæma, ég er ekki sá eini. Leikmenn eru gagnrýndir fyrir frammistöðu og þjálfarar líka. En þetta er einhvernvegin alltaf látið kjurrt liggja. Þurfið þið ekki að gagnrýna þetta líka þegar þeir eiga slæmar frammistöður? Væntanlega eru allir að gera sitt besta en það tókst ekki í dag og það er alltof sjaldan sem það tekst hjá þessu tríói sem var í dag,“ sagði Davíð og sagðist vera að tala um aðaldómara leiksins áður en hann hélt áfram. „Maður er bara stressaður. Maður horfir á leikina, hann gerði stór mistök í síðasta leik samt er hann settur strax á leik í næstu umferð. Þetta var líka svona í fyrra. Einhverntímann verður að skoða hluti og meta. Ef að leikmaður hjá mér á ekki góða frammistöðu í stórum augnablikum þá spilar hann ekki næsta leik, það er svo einfalt. Við erum í þannig íþrótt að það hlýtur að þurfa að skoða þessa hluti.“ Vestri er enn í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Það var þó engan bilbug á Davíð að finna. „Þurfum að gera meira, verðum að klára leiki með sama orkustig og við byrjuðum þá. Við vinnum okkur inní leikinn í dag og erum heilt yfir kraftmiklir. Hér í lokin sést það svo bara á liðinu mínu að menn eru orðnir þreyttir og ráða ekki við fyrirgjafirnar. Enn og aftur, hrós á KR-ingana.“
Besta deild karla Vestri Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira