Greta Thunberg siglir til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 22:20 Greta Thunberg á blaðamannafundi fyrr í dag. AP Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur siglt af stað til Gasa í för með ellefu öðrum aðgerðasinnum. Hópurinn hefur það að markmiði að stöðva umsátur Ísraels og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til landsins. Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni. Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“