„Erum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra“ Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2025 20:41 Hallgrímur Jónasson sá sína menn gera jafntefli við Stjörnuna í dag. vísir/Anton Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var með blendnar tilfinningar eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli þar sem KA jafnaði leikinn undir lok leiks. Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk að líta rautt spjald seint í fyrri hálfleik og lék KA því manni fleira stóran hluta leiksins. „Svolítið blendnar tilfinningar. Ánægður með að við náðum að skora í lokin. Fyrri hálfleikur var erfiður, við byrjuðum leikinn virkilega vel, settum pressu á þá og fáum dauðafæri þar sem Ásgeir (Sigurgeirsson) fær skalla á markteig sem hann ver vel, síðan eftir svona fimm, sex mínútur fannst mér þeir svona komast meira inn í leikinn og síðan tóku þeir bara yfir leikinn og Stjarnan spiluðu bara frábærlega í fyrri hálfleik.” „Við vorum í erfiðleikum varnarlega og síðan tölum við um og lögum það í hálfleik. Við náttúrulega erum einum fleiri eftir rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks og ég er virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Við stjórnum honum gjörsamlega og náum svona að pinna þá niður. Náum fullt af fyrirgjöfum, fullt af hornum og hefðum getað skorað meira en komum til baka, skoruðum, sýnum karakter og hefðum getað skorað fleiri, boltinn fer í slá og eins og mér er sagt þá áttum við að fá víti líka. Það sem ég tek með mér er flottur seinni hálfleikur og gott að ná að koma til baka.” KA svikið um víti? Samúel Kári varði boltann með hendi í eigin vítateig eftir skot frá Bjarna Aðalsteinssyni á 60. mínútu en ekkert var dæmt, KA-mönnum til mikillar gremju. Hallgrímur kveðst ekki vera búinn að skoða atvikið aftur en hann fékk gult spjald fyrir mótmæli. „Ég hef ekki náð því, en þeir bara útskýra það að Elíasi (Inga Árnasyni, dómara leiksins) fannst hann fara í hausinn á honum en ekki höndina á honum og þá bara dæmir hann það sem hann heldur að hann sjái.Það virtist enginn af dómurunum sjá það og ég efast ekki um það að þeir hefðu dæmt það ef þeir hefðu séð það og það er ekki eitthvað sem ég nenni mikið að vera spá í. Er meira að spá í hvað við erum að gera og ég er ánægður með strákana þrátt fyrir þetta atvik sem maður upplifir mjög ósanngjarnt þá höldum við áfram og við skorum og vorum í raun bara óheppnir að skora ekki fleiri mörk miðað við hvað við vorum með margar fyrirgjafir og horn og einhverja aðra bolta inni í teig.” Kærkomið frí eftir fjóra taplausa leiki í röð KA hefur er nú taplaust í fjórum leikjum í röð eftir erfiða byrjun og er tveggja vikna landsleikjahlé framundan. Hefði Hallgrímur frekar villjað halda áfram meðan liðið er safna stigum en að fara í pásu? „Ég held að það sé bara ágætt að það komi smá pása núna. Hóparnir hjá liðunum eru smá svona þreyttir. Það eru meiðsli hér og þar, líka hjá okkur, þannig ég held það sé bara kærkomið frí. Ánægður með karakterinn hjá okkur enn og aftur að koma til baka. Ég held við séum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra, eins ótrúlegt og það er, svo er deildin bara öðruvísi, þetta er ótrúlega jafnt, það virðast allir geta unnið alla og það er stutt upp og niður þannig við förum bara með góða tilfinningu inn í fríið og mætum enn þá sterkari eftir frí.” Valdimar Logi Sævarsson, 19 ára leikmaður KA, kom inn á á 87. mínútu og kom sér undir eins í tvö góð færi sem skapaði m.a. hornspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Hallgrímur gat ekki verið annað en ánægður með innkomu piltsins. „Hann bara gerir vel. Kemur inn og er góður á boltanum, með góðar sendingar, með nef fyrir svona góðum sendingum milli lína og inn í. Hann kom inn á og stóð sig vel. Ég er líka ánægður með að hann fór á fullu í návígin og var að vinna skallabolta, þannig bara frábært, hann er ungur og efnilegur strákur sem hefur spilað fullt af leikjum fyrir okkur og við vitum alveg hvað hann getur. Hann átti erfiðan vetur, meiðsli, en alltaf gaman að sjá unga stráka koma inn á og standa sig vel.“ Besta deild karla KA Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
„Svolítið blendnar tilfinningar. Ánægður með að við náðum að skora í lokin. Fyrri hálfleikur var erfiður, við byrjuðum leikinn virkilega vel, settum pressu á þá og fáum dauðafæri þar sem Ásgeir (Sigurgeirsson) fær skalla á markteig sem hann ver vel, síðan eftir svona fimm, sex mínútur fannst mér þeir svona komast meira inn í leikinn og síðan tóku þeir bara yfir leikinn og Stjarnan spiluðu bara frábærlega í fyrri hálfleik.” „Við vorum í erfiðleikum varnarlega og síðan tölum við um og lögum það í hálfleik. Við náttúrulega erum einum fleiri eftir rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks og ég er virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Við stjórnum honum gjörsamlega og náum svona að pinna þá niður. Náum fullt af fyrirgjöfum, fullt af hornum og hefðum getað skorað meira en komum til baka, skoruðum, sýnum karakter og hefðum getað skorað fleiri, boltinn fer í slá og eins og mér er sagt þá áttum við að fá víti líka. Það sem ég tek með mér er flottur seinni hálfleikur og gott að ná að koma til baka.” KA svikið um víti? Samúel Kári varði boltann með hendi í eigin vítateig eftir skot frá Bjarna Aðalsteinssyni á 60. mínútu en ekkert var dæmt, KA-mönnum til mikillar gremju. Hallgrímur kveðst ekki vera búinn að skoða atvikið aftur en hann fékk gult spjald fyrir mótmæli. „Ég hef ekki náð því, en þeir bara útskýra það að Elíasi (Inga Árnasyni, dómara leiksins) fannst hann fara í hausinn á honum en ekki höndina á honum og þá bara dæmir hann það sem hann heldur að hann sjái.Það virtist enginn af dómurunum sjá það og ég efast ekki um það að þeir hefðu dæmt það ef þeir hefðu séð það og það er ekki eitthvað sem ég nenni mikið að vera spá í. Er meira að spá í hvað við erum að gera og ég er ánægður með strákana þrátt fyrir þetta atvik sem maður upplifir mjög ósanngjarnt þá höldum við áfram og við skorum og vorum í raun bara óheppnir að skora ekki fleiri mörk miðað við hvað við vorum með margar fyrirgjafir og horn og einhverja aðra bolta inni í teig.” Kærkomið frí eftir fjóra taplausa leiki í röð KA hefur er nú taplaust í fjórum leikjum í röð eftir erfiða byrjun og er tveggja vikna landsleikjahlé framundan. Hefði Hallgrímur frekar villjað halda áfram meðan liðið er safna stigum en að fara í pásu? „Ég held að það sé bara ágætt að það komi smá pása núna. Hóparnir hjá liðunum eru smá svona þreyttir. Það eru meiðsli hér og þar, líka hjá okkur, þannig ég held það sé bara kærkomið frí. Ánægður með karakterinn hjá okkur enn og aftur að koma til baka. Ég held við séum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra, eins ótrúlegt og það er, svo er deildin bara öðruvísi, þetta er ótrúlega jafnt, það virðast allir geta unnið alla og það er stutt upp og niður þannig við förum bara með góða tilfinningu inn í fríið og mætum enn þá sterkari eftir frí.” Valdimar Logi Sævarsson, 19 ára leikmaður KA, kom inn á á 87. mínútu og kom sér undir eins í tvö góð færi sem skapaði m.a. hornspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Hallgrímur gat ekki verið annað en ánægður með innkomu piltsins. „Hann bara gerir vel. Kemur inn og er góður á boltanum, með góðar sendingar, með nef fyrir svona góðum sendingum milli lína og inn í. Hann kom inn á og stóð sig vel. Ég er líka ánægður með að hann fór á fullu í návígin og var að vinna skallabolta, þannig bara frábært, hann er ungur og efnilegur strákur sem hefur spilað fullt af leikjum fyrir okkur og við vitum alveg hvað hann getur. Hann átti erfiðan vetur, meiðsli, en alltaf gaman að sjá unga stráka koma inn á og standa sig vel.“
Besta deild karla KA Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira