Ísak veit að hann verður hataður: „Ungur strákur átti sér draum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2025 07:00 Ísak Bergmann Jóhannesson og kærasta hans Agnes Perla Sigurðardóttir með treyjuna sem sýnir að samningur Ísaks við Köln er til ársins 2030. FC Köln Nú þegar margir af stuðningsmönnum Fortuna Düsseldorf eru reiðir og vilja jafnvel brenna treyju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar hefur Skagamaðurinn ungi reynt að útskýra hvað vakti fyrir honum með því að ganga í raðir erkióvinarins, FC Köln. Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna. Þýski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna.
Þýski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti