„Lengi dreymt um að keppa við þá“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 10:15 Dagbjartur Sigurbrandsson leikur hér golf í Konopiska í Póllandi á síðasta ári. Octavio Passos/Getty Images Dagbjartur Sigurbrandsson tekur þátt í lokaúrtökumóti fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Í holli með honum er þrefaldi risamótsmeistarinn Padraig Harrington og Svíinn Alex Noren, sem er með tíu sigra á Evrópumótaröðinni. Dagbjartur tryggði sér sæti í lokaúrtökumótinu með frábærri spilamennsku í undankeppni í Illinois. Þar léku 120 kylfingar um sex laus sæti í lokaúrtökumótinu, og komst Dagbjartur inn eftir fimm manna bráðabana, þar sem tvö sæti voru laus. Lokaúrtökumót opna bandaríska er síðasta stigið í átt þátttöku í einu af fjórum risamótum golfsins. Þar leika kylfingar 36 holur á einum degi, og aðeins þeir efstu tryggja sér sæti á mótinu sjálfu. 67 kylfingar munu berjast um nokkur laus sæti, en undankeppnin í Columbus er þekkt fyrir að vera ein sú allra erfiðasta. Ástæðan fyrir því er að Memorial mótið á PGA mótaröðinni sem lauk í gærkvöldi er einnig haldið í Ohio í Bandaríkjunum. Margir kylfingar sem eru ekki þegar með þátttökurétt á opna bandaríska nýta sér stutta ferðalagið og mæta beint í úrtökumótið. Gunnlaugur Árni Sveinsson lék í einu af lokaúrtökumótunum þann 19. maí og var ekki langt frá því að ná alla leið. Dagbjartur fer af stað rétt fyrir hádegi og með honum í holli verða Padraig Harrington, einn fremsti kylfingur Írlands sem hefur unnið þrjú risamót á ferlinum, og Alex Noren, sænskur kylfingur sem hefur tíu sinnum unnið mót á Evrópumótaröðinni og verið hluti af sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Meðal annarra þekktra kylfinga sem taka þátt í mótinu má nefna Matt Kuchar, Rickie Fowler, Max Homa, Cameron Young og Tomas Lehman. „Það er virkilega gaman að sjá nafnið mitt við hliðina á mörgum af þessum frábæru leikmönnum. Maður hefur lengi dreymt um að keppa við þá síðan maður var yngri, svo það er virkilega spennandi að fá tækifæri til þess núna“ sagði Dagbjartur í viðtali við Golfsambandið. „Það er alltaf best á vera á brautinni og hitta sem flest grín sem mun hjálpa við skora vel. Hef verið að vinna að bæta driverinn og æfa vel í kringum gríninn sem hefur gengið vel og hef verið að rúlla honum vel á grínunum. Innáhögginn verða mikilvæg. Það skiptir miklu máli að vera þolinmóður á 36 holu dögunum og vera með góða næringu út á velli. Svona langir dagar taka vel á andlegu hliðina og er spenntur fyrir þeirri áskorun” sagði Dagbjartur einnig. Hér má fylgjast með skori mótsins. Dagbjartur fer af stað klukkan 11:40 á íslenskum tíma, 7:40 á staðartíma í Ohio, Bandaríkjunum. Lokamótið sjálft fer svo fram 12. - 15. júní á Oakmont Country Club. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Dagbjartur tryggði sér sæti í lokaúrtökumótinu með frábærri spilamennsku í undankeppni í Illinois. Þar léku 120 kylfingar um sex laus sæti í lokaúrtökumótinu, og komst Dagbjartur inn eftir fimm manna bráðabana, þar sem tvö sæti voru laus. Lokaúrtökumót opna bandaríska er síðasta stigið í átt þátttöku í einu af fjórum risamótum golfsins. Þar leika kylfingar 36 holur á einum degi, og aðeins þeir efstu tryggja sér sæti á mótinu sjálfu. 67 kylfingar munu berjast um nokkur laus sæti, en undankeppnin í Columbus er þekkt fyrir að vera ein sú allra erfiðasta. Ástæðan fyrir því er að Memorial mótið á PGA mótaröðinni sem lauk í gærkvöldi er einnig haldið í Ohio í Bandaríkjunum. Margir kylfingar sem eru ekki þegar með þátttökurétt á opna bandaríska nýta sér stutta ferðalagið og mæta beint í úrtökumótið. Gunnlaugur Árni Sveinsson lék í einu af lokaúrtökumótunum þann 19. maí og var ekki langt frá því að ná alla leið. Dagbjartur fer af stað rétt fyrir hádegi og með honum í holli verða Padraig Harrington, einn fremsti kylfingur Írlands sem hefur unnið þrjú risamót á ferlinum, og Alex Noren, sænskur kylfingur sem hefur tíu sinnum unnið mót á Evrópumótaröðinni og verið hluti af sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Meðal annarra þekktra kylfinga sem taka þátt í mótinu má nefna Matt Kuchar, Rickie Fowler, Max Homa, Cameron Young og Tomas Lehman. „Það er virkilega gaman að sjá nafnið mitt við hliðina á mörgum af þessum frábæru leikmönnum. Maður hefur lengi dreymt um að keppa við þá síðan maður var yngri, svo það er virkilega spennandi að fá tækifæri til þess núna“ sagði Dagbjartur í viðtali við Golfsambandið. „Það er alltaf best á vera á brautinni og hitta sem flest grín sem mun hjálpa við skora vel. Hef verið að vinna að bæta driverinn og æfa vel í kringum gríninn sem hefur gengið vel og hef verið að rúlla honum vel á grínunum. Innáhögginn verða mikilvæg. Það skiptir miklu máli að vera þolinmóður á 36 holu dögunum og vera með góða næringu út á velli. Svona langir dagar taka vel á andlegu hliðina og er spenntur fyrir þeirri áskorun” sagði Dagbjartur einnig. Hér má fylgjast með skori mótsins. Dagbjartur fer af stað klukkan 11:40 á íslenskum tíma, 7:40 á staðartíma í Ohio, Bandaríkjunum. Lokamótið sjálft fer svo fram 12. - 15. júní á Oakmont Country Club.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira