Þarf ekki að víkja úr dómsal: „Þegar þú drepst þá mun ég brosa“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júní 2025 13:08 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maður sem er ákærður fyrir að hóta, móðga og smána konu, fyrrverandi maka sinn, með tölvupóstsendingum þarf ekki að víkja úr dómsal meðan konan gefur skýrslu fyrir dómi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Í málinu er maðurinn grunaður um að senda fjóra tölvupósta á rétttæplega klukkutímatímabili aðfaranótt sunnudags í janúar 2023. Í ákæru segir að tölvupóstarnir hafi verið niðrandi og ógnandi og til þess fallnir að vekja ótta hjá konunni um líf hennar og heilbrigði. Fyrsti tölvupósturinn mun hafa borist klukkan 0:03 umrædda nótt. Efni póstins er skráð: „Þú mátt eiga það...“ Og í honum sagði: „Þú ert óendanlega ógeðsleg. Virkilega óendanlega ógeðsleg. Helvítis fávitin þinn. Það kýst þú, ógeðslega manneskja. Þegar þú drepst þá mun ég brosa.“ Annar tölupósturinn er sagður hafa komið fimm mínútum seinna. Efni hans hafi verið: „Mig langar“ Og í póstinum sagði: „Að láta taka þig af lífi! Strax!“ Korteri síðar, samkvæmt ákæru, kom þriðji pósturinn. Efni hans mun hafa verið orðið „Dauð“ og í honum sagði: „[Nafn konunnar]! Þú ert svo dauð helvítis týk!“ Um hálftíma síðar, rétt áður en klukkan sló eitt umrædda nótt, á fjórði pósturinn að hafa borist. Samkvæmt ákæru var efni hans: „Mér langar“ Og í honum sagði: „[Nafn konunnar]. Mér langar virkilega að drepa þig. Fyrir mér ættir þú að vera búin að fá kúlu í hausinn Fyrir löngu. Það á engin að komast upp með svona ógeðsleg heit.“ Dæmdur fyrir níu árum Maðurinn hefur neitað sök. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir níu árum verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gegn konunni. Konan fór fram á að maðurinn myndi víkja úr dómsal meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Maðurinn hafnaði því og sagði rétt sinn til að vera viðstaddur þinghald í eigin máli vera ríkari. Í málinu lá fyrir vottorð heimilislæknis þar sem að vottað var að hún væri með áfallastreituröskun eftir heimilisofbeldi og væri enn í meðferð vegna þess. Lítið þyrfti til svo að ástand hennar myndi versna og það væri veruleg ógn fyrir hana að vera með ofbeldismanni sínum í réttarsal. Vottorðið ekki fullnægjandi Í úrskurði héraðsdóms segir að það dragi úr vægi vottorðsins að heimilislæknir riti það, en ekki sérfræðingur á sviði geðlækninga eða sálfræðingur. Þá hafi ekki komið fram hvort læknirinn hefði haft konuna til meðferðar eða þá greint hana með áfallastreituröskun. Í upphaflegu vottorði hafi ekkert sagt um hugsanleg áhrif nærveru mannsins á framburð hennar. Í uppfærðu vottorði hafi þó verið bætt við að það „gæti haft áhrif á framburð hennar“. Lögmaður konunnar mun hafa útskýrt að þessi læknir væri ekki meðferðaraðili hennar vegna áfallastreitu. Sá meðferðaraðili hefði neitað að rita vottorð vegna hennar og lögmaðurinn því leitað til heimilislæknisins. Dómnum þótti þetta vottorð ekki fullnægjandi. Í úrskurðinum segir að ekki sé dregið í efa að nærvera mannsins yrði íþyngjandi fyrir konuna og til þess fallin að valda henni óþægindum og hugarangri. Þrátt fyrir það þurfi meira til að víkja frá þeirri reglu að menn eigi rétt á því að vera viðstaddir þinghöld í eigin málum. Þá segir í dómnum að skýrsla konunnar muni að öllum líkindum ekki fela í sér nærgöngular spurningar um erfiða lífsreynslu sem geta framkallað endurupplifun brotsins, heldur verði hún fyrst og fremst spurð um hvort hún hafi fengið áðurnefnda tölvupósta. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessari kröfu og líkt og áður segir hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Í málinu er maðurinn grunaður um að senda fjóra tölvupósta á rétttæplega klukkutímatímabili aðfaranótt sunnudags í janúar 2023. Í ákæru segir að tölvupóstarnir hafi verið niðrandi og ógnandi og til þess fallnir að vekja ótta hjá konunni um líf hennar og heilbrigði. Fyrsti tölvupósturinn mun hafa borist klukkan 0:03 umrædda nótt. Efni póstins er skráð: „Þú mátt eiga það...“ Og í honum sagði: „Þú ert óendanlega ógeðsleg. Virkilega óendanlega ógeðsleg. Helvítis fávitin þinn. Það kýst þú, ógeðslega manneskja. Þegar þú drepst þá mun ég brosa.“ Annar tölupósturinn er sagður hafa komið fimm mínútum seinna. Efni hans hafi verið: „Mig langar“ Og í póstinum sagði: „Að láta taka þig af lífi! Strax!“ Korteri síðar, samkvæmt ákæru, kom þriðji pósturinn. Efni hans mun hafa verið orðið „Dauð“ og í honum sagði: „[Nafn konunnar]! Þú ert svo dauð helvítis týk!“ Um hálftíma síðar, rétt áður en klukkan sló eitt umrædda nótt, á fjórði pósturinn að hafa borist. Samkvæmt ákæru var efni hans: „Mér langar“ Og í honum sagði: „[Nafn konunnar]. Mér langar virkilega að drepa þig. Fyrir mér ættir þú að vera búin að fá kúlu í hausinn Fyrir löngu. Það á engin að komast upp með svona ógeðsleg heit.“ Dæmdur fyrir níu árum Maðurinn hefur neitað sök. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir níu árum verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gegn konunni. Konan fór fram á að maðurinn myndi víkja úr dómsal meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Maðurinn hafnaði því og sagði rétt sinn til að vera viðstaddur þinghald í eigin máli vera ríkari. Í málinu lá fyrir vottorð heimilislæknis þar sem að vottað var að hún væri með áfallastreituröskun eftir heimilisofbeldi og væri enn í meðferð vegna þess. Lítið þyrfti til svo að ástand hennar myndi versna og það væri veruleg ógn fyrir hana að vera með ofbeldismanni sínum í réttarsal. Vottorðið ekki fullnægjandi Í úrskurði héraðsdóms segir að það dragi úr vægi vottorðsins að heimilislæknir riti það, en ekki sérfræðingur á sviði geðlækninga eða sálfræðingur. Þá hafi ekki komið fram hvort læknirinn hefði haft konuna til meðferðar eða þá greint hana með áfallastreituröskun. Í upphaflegu vottorði hafi ekkert sagt um hugsanleg áhrif nærveru mannsins á framburð hennar. Í uppfærðu vottorði hafi þó verið bætt við að það „gæti haft áhrif á framburð hennar“. Lögmaður konunnar mun hafa útskýrt að þessi læknir væri ekki meðferðaraðili hennar vegna áfallastreitu. Sá meðferðaraðili hefði neitað að rita vottorð vegna hennar og lögmaðurinn því leitað til heimilislæknisins. Dómnum þótti þetta vottorð ekki fullnægjandi. Í úrskurðinum segir að ekki sé dregið í efa að nærvera mannsins yrði íþyngjandi fyrir konuna og til þess fallin að valda henni óþægindum og hugarangri. Þrátt fyrir það þurfi meira til að víkja frá þeirri reglu að menn eigi rétt á því að vera viðstaddir þinghöld í eigin málum. Þá segir í dómnum að skýrsla konunnar muni að öllum líkindum ekki fela í sér nærgöngular spurningar um erfiða lífsreynslu sem geta framkallað endurupplifun brotsins, heldur verði hún fyrst og fremst spurð um hvort hún hafi fengið áðurnefnda tölvupósta. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessari kröfu og líkt og áður segir hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Sjá meira