Hvergi af baki dottinn og fer með áminninguna fyrir Landsrétt Árni Sæberg skrifar 2. júní 2025 16:51 Höskuldur Þór Þórhallsson var lengi vel þingmaður Framsóknarflokksins. Nú er hann lögmaður. Vísir/Daníel Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson ætlar ekki að sætta sig við að sitja uppi með áminningu sem Úrskurðarnefnd lögmanna veitti honum vegna ágreinings um skipti dánarbús. Hann ætlar með málið fyrir Landsrétt og eftir atvikum alla leið í Hæstarétt. Í dag var greint frá því að Höskuldur hefði tapað máli sem hann höfðaði til ógildingar áminningarinnar fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Dómur var kveðinn upp á föstudag í máli Höskuldar Þórs á hendur Magnúsi Traustasyni, einum erfingjanna, sem Höskuldur Þór stefndi til ógildingar áminningarinnar. Vísir fjallaði á sínum tíma ítarlega um áminningu Höskuldar en hann var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Hafi villt um fyrir nefndinni Magnús kvartaði til nefndarinnar yfir störfum Höskuldar Þórs við skipti dánarbúsins. Hann gerði athugasemdir við tímafjölda Höskuldar Þórs og sein skil á erfðafjárskattinum. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun vegna þóknunar hefði borist nokkrum vikum of seint. Skiptin hefðu verði samþykkt rúmlega ári áður en kvörtun barst. Höskuldur hélt því þóknun sinni. Hins vegar áminnti nefndin Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum . Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Þá hnaut nefndin um það að Höskuldur hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun sonar hinnar látnu var send nefndinni. Nefndin upplýsir að Höskuldur hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að hann hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin Höskuld þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Vill ekki sitja uppi með áminningu Höskuldur ákvað að stefna Magnúsi fyrir héraðsdóm til þess að freista þess að fá áminningunni hnekkt, í samræmi við lög. Hann sagði í samtali við Vísi í mars að honum þætti leitt að það væri eina leiðin sem væri honum fær í málinu. Svo fór, sem áður segir, að hann tapaði málinu og áminningin stendur. Magnús sagði í samtali við vísi vegna stefnunnar að hann væri rasandi hissa á því að þurfa að halda uppi vörnum í málinu. Höskuldur Þór hefur gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttaflutnings vegna dóms héraðsdóms. Þar rekur Höskuldur Þór málið frá sínum bæjardyrum séð og segir að þrátt fyrir allt sé það hann sem á endanum sitji uppi með áminninguna. „Áminninguna tel ég vera brot á mínum stjórnarskrárvörðum mannréttindum, varða atvinnufrelsi mitt, og mun því áfrýja málinu til Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar,“ segir hann. Mikil átök meðal erfingjanna Í yfirlýsingunni rekur Höskuldur Þór að hann hefði verið skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi af Héraðsdómi Reykjavíkur í dánarbúi eldri hjóna. Einn af erfingjunum hefði verið Magnús H. Breiðfjörð Traustason en níu erfingjar hefðu verið í búinu. Mikill ágreiningur hefði verið á meðal erfingja. Magnús og systkini hans hefðu látið það strax í ljós að þau væru mjög ósátt við að systir þeirra skildi hafa óskað eftir að búið færi í opinber skipti. Einnig hefðu legið fyrir lögreglukærur á milli systkinanna. Þá hefðu verið uppi ásakanir á milli systkinanna um að munum hefði verið skotið undan skiptunum. „Lögreglukæra, ágreiningsmál vegna meints munastulds, krafa erfingja um að könnuð yrði eignarheimild búsins á landskika á Ströndum, viðgerðir á íbúð, sala á íbúð, ágreiningur um skipti á innbúi og Covid 19 urðu öðru fremur þess valdandi að skiptin tóku u.þ.b. eitt og hálft ár sem þykir ekki mikið þegar ágreiningur er mikill í dánarbúum.“ Allar ásakanir á sandi byggðar Engar athugasemdir hefðu verið gerðar af nefndinni eða dómstólum um framgang skiptanna eða aðgerða skiptastjóra á meðan skiptunum stóð, enda slíkt eðlilegt því Magnús hefði allan tímann notið aðstoðar hæstaréttarlögmanns. Hæstaréttarlögmaðurinn hefði farið yfir allar athafnir hans og tímaskýrslur og engar athugasemdir gert við þær. Lögmaðurinn hefði meira að segja yfir að allt hefði verið unnið faglega og jafnræðis gætt. „Allar kröfur Magnúsar um að ég hafi brotið á honum, þar á meðal hafi kostnaðurinn hafi verið of hár, voru því algjörlega á sandi byggðar og hefðu aldrei náð fram að ganga. Enda sá Magnús enga ástæðu til að krefjast þess fyrir dómi að mér yrði gert að endurgreiða skiptakostnaðinn að hluta eða heild.“ Þegar hann sendi inn erfðafjárskýrslu til sýslumanns í lok febrúar 2022 hefði honum verið tjáð að erfðafjárskattur yrði í framhaldinu lagður á. Þegar sýslumaður hefði lokið álagningu, og formlega lagt erfðafjárskattinn á, væri send sérstök tilkynning frá sýslumanni þess efnis. Það væri samkvæmt lögum og almennu verklagi sýslumanns. Það væri ekki fyrr en þessi tilkynning hefði verið send út að skattstofninn yrði formlega til og hægt væri að greiða hann. Þetta gæti oft tekið tíma, sem færi væntanlega eftir álagi hverju sinni hjá sýslumanni. Einhverra hluta vegna, væntanlega vegna mannlegra mistaka, hefði engin tilkynning verið send, hvorki honum né erfingjum, þegar skatturinn var formlega lagður á 4. mars 2022. Treysti sýslumanni Nokkru eftir að hann sendi inn erfðafjárskýrsluna hefði hann sent tölvupóst á embætti sýslumanns til að ganga úr skugga um að allt væri frágengið varðandi búi'. Sýslumaður hefði svarað að allt væri frágengið. „Þessar upplýsingar voru rangar. Ég treysti þessu svari og kannaði því málið ekki frekar.“ Fjárhæðin fyrir erfðafjárskattinum hefði því staðið óhreyfð á sérstökum fjárvörslureikningi þar til að hann fékk upplýsingar um að þetta skatturinn væri ógreiddur frá lögmanni Magnúsar í janúar 2023. „ Þá gekk ég strax í að ganga frá greiðslunni og upplýsti lögmanninn um slíkt. Ég greiddi einnig dráttarvexti úr eigin vasa með fyrirvara um að þeir yrðu síðar endurgreiddir. Lögmannafélagið og endurskoðandi hafa lýst því yfir að ekkert hafi verið athugavert við meðferð fjármuna fjárvörslureikningsins.“ Erfingjar hefðu ekki orðið fyrir nokkru tjóni Þá segir Höskuldur Þór að ágreingur milli hans, eins erfingjans sem kvartaði og úrskurðarnefndarinnar hefði snúist um hvenær gjalddagi erfðafjárskattsins væru en hann telji að það sé þegar sérstök tilkynning er send útum álagningu erfðafjárskattsins. Ágreiningur hefði einnig snúist um hvort það hefði verið forsvaranlegt af honum að treysta tölvupóstinum frá sýslumanni um að allt væri frágengið. „Ég tel að það sé forsvaranlegt og eðlilegt að treysta upplýsingum sem koma frá yfirvöldum.“ Hvorki Magnús né aðrir erfingjar hefðu orðið fyrir tjóni vegna þessa og engar kröfur væru ógreiddar vegna dánarbúsins. Allur skattur hefði verið greiddur áður en málið kom til umfjöllunar Úrskurðarnefndar lögmanna. „Ég hafna svo alfarið að hafa ítrekað dregið að svara úrskurðarnefndinni en það vantar alla umfjöllun um það í dóminum að ég svaraði einum degi síðar fyrirspurn nefndarinnar hvaða dag erfðafjárskatturinn var greiddur. Þrátt fyrir þetta er það samt ég sem á endanum sit uppi með áminningu. Áminninguna tel ég vera brot á mínum stjórnarskrárvörðum mannréttindum, varða atvinnufrelsi mitt, og mun því áfrýja málinu til Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar.“ Lögmennska Stjórnsýsla Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í dag var greint frá því að Höskuldur hefði tapað máli sem hann höfðaði til ógildingar áminningarinnar fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Dómur var kveðinn upp á föstudag í máli Höskuldar Þórs á hendur Magnúsi Traustasyni, einum erfingjanna, sem Höskuldur Þór stefndi til ógildingar áminningarinnar. Vísir fjallaði á sínum tíma ítarlega um áminningu Höskuldar en hann var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Hafi villt um fyrir nefndinni Magnús kvartaði til nefndarinnar yfir störfum Höskuldar Þórs við skipti dánarbúsins. Hann gerði athugasemdir við tímafjölda Höskuldar Þórs og sein skil á erfðafjárskattinum. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun vegna þóknunar hefði borist nokkrum vikum of seint. Skiptin hefðu verði samþykkt rúmlega ári áður en kvörtun barst. Höskuldur hélt því þóknun sinni. Hins vegar áminnti nefndin Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum . Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Þá hnaut nefndin um það að Höskuldur hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun sonar hinnar látnu var send nefndinni. Nefndin upplýsir að Höskuldur hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að hann hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin Höskuld þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Vill ekki sitja uppi með áminningu Höskuldur ákvað að stefna Magnúsi fyrir héraðsdóm til þess að freista þess að fá áminningunni hnekkt, í samræmi við lög. Hann sagði í samtali við Vísi í mars að honum þætti leitt að það væri eina leiðin sem væri honum fær í málinu. Svo fór, sem áður segir, að hann tapaði málinu og áminningin stendur. Magnús sagði í samtali við vísi vegna stefnunnar að hann væri rasandi hissa á því að þurfa að halda uppi vörnum í málinu. Höskuldur Þór hefur gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttaflutnings vegna dóms héraðsdóms. Þar rekur Höskuldur Þór málið frá sínum bæjardyrum séð og segir að þrátt fyrir allt sé það hann sem á endanum sitji uppi með áminninguna. „Áminninguna tel ég vera brot á mínum stjórnarskrárvörðum mannréttindum, varða atvinnufrelsi mitt, og mun því áfrýja málinu til Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar,“ segir hann. Mikil átök meðal erfingjanna Í yfirlýsingunni rekur Höskuldur Þór að hann hefði verið skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi af Héraðsdómi Reykjavíkur í dánarbúi eldri hjóna. Einn af erfingjunum hefði verið Magnús H. Breiðfjörð Traustason en níu erfingjar hefðu verið í búinu. Mikill ágreiningur hefði verið á meðal erfingja. Magnús og systkini hans hefðu látið það strax í ljós að þau væru mjög ósátt við að systir þeirra skildi hafa óskað eftir að búið færi í opinber skipti. Einnig hefðu legið fyrir lögreglukærur á milli systkinanna. Þá hefðu verið uppi ásakanir á milli systkinanna um að munum hefði verið skotið undan skiptunum. „Lögreglukæra, ágreiningsmál vegna meints munastulds, krafa erfingja um að könnuð yrði eignarheimild búsins á landskika á Ströndum, viðgerðir á íbúð, sala á íbúð, ágreiningur um skipti á innbúi og Covid 19 urðu öðru fremur þess valdandi að skiptin tóku u.þ.b. eitt og hálft ár sem þykir ekki mikið þegar ágreiningur er mikill í dánarbúum.“ Allar ásakanir á sandi byggðar Engar athugasemdir hefðu verið gerðar af nefndinni eða dómstólum um framgang skiptanna eða aðgerða skiptastjóra á meðan skiptunum stóð, enda slíkt eðlilegt því Magnús hefði allan tímann notið aðstoðar hæstaréttarlögmanns. Hæstaréttarlögmaðurinn hefði farið yfir allar athafnir hans og tímaskýrslur og engar athugasemdir gert við þær. Lögmaðurinn hefði meira að segja yfir að allt hefði verið unnið faglega og jafnræðis gætt. „Allar kröfur Magnúsar um að ég hafi brotið á honum, þar á meðal hafi kostnaðurinn hafi verið of hár, voru því algjörlega á sandi byggðar og hefðu aldrei náð fram að ganga. Enda sá Magnús enga ástæðu til að krefjast þess fyrir dómi að mér yrði gert að endurgreiða skiptakostnaðinn að hluta eða heild.“ Þegar hann sendi inn erfðafjárskýrslu til sýslumanns í lok febrúar 2022 hefði honum verið tjáð að erfðafjárskattur yrði í framhaldinu lagður á. Þegar sýslumaður hefði lokið álagningu, og formlega lagt erfðafjárskattinn á, væri send sérstök tilkynning frá sýslumanni þess efnis. Það væri samkvæmt lögum og almennu verklagi sýslumanns. Það væri ekki fyrr en þessi tilkynning hefði verið send út að skattstofninn yrði formlega til og hægt væri að greiða hann. Þetta gæti oft tekið tíma, sem færi væntanlega eftir álagi hverju sinni hjá sýslumanni. Einhverra hluta vegna, væntanlega vegna mannlegra mistaka, hefði engin tilkynning verið send, hvorki honum né erfingjum, þegar skatturinn var formlega lagður á 4. mars 2022. Treysti sýslumanni Nokkru eftir að hann sendi inn erfðafjárskýrsluna hefði hann sent tölvupóst á embætti sýslumanns til að ganga úr skugga um að allt væri frágengið varðandi búi'. Sýslumaður hefði svarað að allt væri frágengið. „Þessar upplýsingar voru rangar. Ég treysti þessu svari og kannaði því málið ekki frekar.“ Fjárhæðin fyrir erfðafjárskattinum hefði því staðið óhreyfð á sérstökum fjárvörslureikningi þar til að hann fékk upplýsingar um að þetta skatturinn væri ógreiddur frá lögmanni Magnúsar í janúar 2023. „ Þá gekk ég strax í að ganga frá greiðslunni og upplýsti lögmanninn um slíkt. Ég greiddi einnig dráttarvexti úr eigin vasa með fyrirvara um að þeir yrðu síðar endurgreiddir. Lögmannafélagið og endurskoðandi hafa lýst því yfir að ekkert hafi verið athugavert við meðferð fjármuna fjárvörslureikningsins.“ Erfingjar hefðu ekki orðið fyrir nokkru tjóni Þá segir Höskuldur Þór að ágreingur milli hans, eins erfingjans sem kvartaði og úrskurðarnefndarinnar hefði snúist um hvenær gjalddagi erfðafjárskattsins væru en hann telji að það sé þegar sérstök tilkynning er send útum álagningu erfðafjárskattsins. Ágreiningur hefði einnig snúist um hvort það hefði verið forsvaranlegt af honum að treysta tölvupóstinum frá sýslumanni um að allt væri frágengið. „Ég tel að það sé forsvaranlegt og eðlilegt að treysta upplýsingum sem koma frá yfirvöldum.“ Hvorki Magnús né aðrir erfingjar hefðu orðið fyrir tjóni vegna þessa og engar kröfur væru ógreiddar vegna dánarbúsins. Allur skattur hefði verið greiddur áður en málið kom til umfjöllunar Úrskurðarnefndar lögmanna. „Ég hafna svo alfarið að hafa ítrekað dregið að svara úrskurðarnefndinni en það vantar alla umfjöllun um það í dóminum að ég svaraði einum degi síðar fyrirspurn nefndarinnar hvaða dag erfðafjárskatturinn var greiddur. Þrátt fyrir þetta er það samt ég sem á endanum sit uppi með áminningu. Áminninguna tel ég vera brot á mínum stjórnarskrárvörðum mannréttindum, varða atvinnufrelsi mitt, og mun því áfrýja málinu til Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar.“
Lögmennska Stjórnsýsla Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira