Blessaði Ancelotti við styttuna af Jesú Kristi í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2025 23:32 Carlo Ancelotti og styttan heimsfræga af Jesús Kristi í Ríó. Getty/ Diego Souto/Fernando Souza Brasilíumenn hafa mikla trú á nýráðnum landsliðsþjálfara sínum Carlo Ancelotti og gera líka allt til þess að ítalski þjálfarinn hefji störf í sátt við Guð almáttugan. Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial) Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial)
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira