„Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni“ Kári Mímisson skrifar 2. júní 2025 22:31 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í þriðja sinn á aðeins níu dögum. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum kátur eftir góðan sigur hans manna gegn Fram nú í kvöld. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik tókst Val að skora tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik eftir að hafa nýtt sér slæm mistök í vörn Fram í bæði skiptin. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira