„Grínast oft með að ég gaf honum um ellefu ár til að hætta við“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. júní 2025 20:02 Aldís og Guðlaugur gengu í hjónaband við fallega athöfn þann 24. maí síðastliðinn. Elísabet Blöndal „Athöfnin stendur klárlega upp úr. Hún var hátíðleg og dásamleg, en jafnframt frjálsleg. Ég held að við höfum verið búin að vera við altarið í um tvær mínútur þegar strákarnir vildu koma til okkar og voru í fanginu okkar allan tímann,“ segir hin nýgifta Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir. Hún giftist ástinni sinni, Guðlaugi Steinarri Gíslasyni, í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 24. maí síðastliðinn. Blaðamaður ræddi við Aldísi um stóra daginn og augnablikin sem stóðu upp úr á deginum. Aldís Sif starfar sem lögfræðingur hjá Heimum, en Guðlaugur er fjárfestingastjóri og einn eigandi Visku Digital Assets. Hjónin hafa verið saman í rúman áratug og eiga tvo drengi, Gísla Snæ, sjö ára, og Bjarna Frey, þriggja ára. Fjölskyldan býr í Kópavogi. Elísabet Blöndal Persónuleg ljóð um alla gestina Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst 29. ágúst 2014 á Vatnshlíðarhorni í Hafnarfirði. Við höfðum því verið trúlofuð í 11 ár þegar við loksins létum verða að því að ganga í það heilaga. Ég grínast oft með að ég gaf honum um ellefu ár til að hætta við. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Mig langar að segja nei, en við fengum þá hugmynd að semja persónuleg ljóð um alla gestina. Ég myndi segja að all nokkur kvöld í vetur hafi farið í að semja ljóð um hvern og einn gest. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum það og skipulagið gekk mjög vel. Okkur langaði að gifta okkur í kirkju við hátíðlega athöfn með fólkinu okkar viðstatt. Við kolféllum bæði fyrir Sjálfstæðissalnum, og þá var uppskriftin bara komin. Elísabet Blöndal Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var dásamlegur frá A til Ö. Við getum ekki hætt að rifja hann upp og tala um hann. Vinkonur mínar sóttu mig um morguninn, en ég heyrði tónlistina úr bílnum þegar þær keyrðu inn á bílastæðið. Við höfðum morgunverð saman með mömmu minni, tengdamömmu og systrum, og strákarnir voru saman. Við reyndum að taka nokkrar myndir áður en við fórum í kirkjuna, en strákarnir okkar höfðu meiri áhuga á moldinni á Austurvelli og spjölluðu við ömmur sínar og afa. Athöfnin var dásamleg og strákarnir okkar tóku stóran þátt í henni. Sá eldri lék prestinn og yngri vildi ekki gefa okkur hringana en það gekk að lokum. Pétur Ragnhildarsson gaf okkur saman og hann var alveg æðislegur. Þegar við gengum út úr kirkjunni tók Lúðrasveit Verkalýðsins á móti okkur og marseraði með okkur yfir í salinn, þar sem gleðin hélt áfram. Eftir veisluna héldum við áfram á Uppi bar, þar sem DJ Dóra Júlía skapaði frábæra stemningu, eins og henni einum er lagið. Elísabet Blöndal Veislunni lyft upp á annað plan Hvaðan fenguði innblástur? Ég held að við höfum fyrst og fremst fengið innblástur hvort frá öðru, auk Kollu vinkonu minnar sem spáði í hvert smáatriði með okkur. Hún benti okkur á vinkonu sína, Láru Ósk hjá Leonora, sem skreytti allt óaðfinnanlega fyrir okkur. Við gerðum allt nákvæmlega eins og okkur langaði og ákváðum að sleppa tökunum á deginum sjálfum og einfaldlega njóta hans. Voru einhver skemmtiatriði? Veislustjórarnir voru heldur betur með show! Svo komu vinkonur mínar mér á óvart með Hjálmari Erni en hann stýrði leik í brúðkaupinu. Okkar uppáhalds tónlistarmenn skemmtu gestum, þar á meðal Kjalar, Unnstein Manúel, Björn Jörundur, Daníel Ágúst, DJ Margeir og DJ Dóru Júlíu. Hverjir sáu um veislustjórn? Systkinin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Magnús Sigurbjörnsson voru veislustjórar hjá okkur, en þau eru systkinabörn Gulla. Þau lyftu veislunni upp á allt annað plan og við fáum enn gæsahúð þegar við hugsum til lagsins sem þau sömdu og sungu fyrir okkur! Orð ná ekki að lýsa því hversu frábær þau voru, en hvert smáatriði fékk 10,5. Elísabet Blöndal Allar sammála um að þetta væri rétti kjóllinn Hvað voru margir gestir? Það voru um 140 manns. Hvaðan eru fötin ykkar? Kjóllinn er úr Loforð og smókinginn er úr SuitUp Reykjavík. Slaufuhnúturinn er einnig frá SuitUp, en Gulli fór til þeirra rétt áður en hann hélt í kirkjuna til að fullkomna hnútinn. Hvernig gekk að velja kjólinn? Ég fór í mátun hjá Loforð með vinkonum, systrum og mömmu og mátaði nokkra kjóla. Þegar ég fór í þennan þá vorum við allar sammála um að þetta væri kjóllin. Ætlaði samt sem áður að sofa aðeins á þessu og gleymdi mér og ég viðurkenni að ég var ekki alveg nógu skipulögð þegar kom að þessu. Þær hjá Loforði reddu mér kjólnum, en hann var síðasta eintakið frá framleiðandanum. Edited in Tezza with: BW & Dust 2Memoria Content/ Elisabet Metta Athöfnin stendur upp úr Var eitthvað sem kom mest á óvart? Hvað dagurinn þaut hjá! Við hefðum aldrei trúað hvað svona langur dagur myndi líða hratt. Það kom kannski ekki á óvart, en það var framar væntingum hvað þetta var ótrúlega gaman og hversu ástin og gleðin voru áþreifanleg. Hvað stendur upp úr? Athöfnin stendur klárlega uppúr. Hún var hátíðleg og dásamleg en jafnframt frjálsleg. Ég held að við höfum verið búin að vera við altarið í tvær mínútur þegar strákarnir vildu koma til okkar og voru í fanginu okkar allan tímann. Við fengum Kjalar Martinsson beint frá Berlín til þess að spila í kirkjunni en hann á mjög sérstakan stað í hjarta fjölskyldunnar. Hann var með eldri strákinn okkar í liðveislu og hjálpaði okkur mikið á erfiðum tímum. Mómentið þegar hann söng Skinny love með Bon Iver og Gulli spilaði á gítar er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón? Ráðið okkar er bara að njóta í botn og taka inn hvert einasta augnablik. Það er ekki oft á lífsleiðinni sem maður er með öllu fólkinu sem maður elskar á sama tíma að gleðjast með manni. Ætlið þið í brúðkaupsferð? Búin að ákveða hvert? Draumurinn er að fara í nokkra daga brúðkaupsferð til suður Frakklands í haust. Ég reyndar skráði mig í hlaupaferð hjá Mari Järsk, kannski verður það bara mín brúðkaupsferð. Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Aldís Sif starfar sem lögfræðingur hjá Heimum, en Guðlaugur er fjárfestingastjóri og einn eigandi Visku Digital Assets. Hjónin hafa verið saman í rúman áratug og eiga tvo drengi, Gísla Snæ, sjö ára, og Bjarna Frey, þriggja ára. Fjölskyldan býr í Kópavogi. Elísabet Blöndal Persónuleg ljóð um alla gestina Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst 29. ágúst 2014 á Vatnshlíðarhorni í Hafnarfirði. Við höfðum því verið trúlofuð í 11 ár þegar við loksins létum verða að því að ganga í það heilaga. Ég grínast oft með að ég gaf honum um ellefu ár til að hætta við. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Mig langar að segja nei, en við fengum þá hugmynd að semja persónuleg ljóð um alla gestina. Ég myndi segja að all nokkur kvöld í vetur hafi farið í að semja ljóð um hvern og einn gest. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum það og skipulagið gekk mjög vel. Okkur langaði að gifta okkur í kirkju við hátíðlega athöfn með fólkinu okkar viðstatt. Við kolféllum bæði fyrir Sjálfstæðissalnum, og þá var uppskriftin bara komin. Elísabet Blöndal Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var dásamlegur frá A til Ö. Við getum ekki hætt að rifja hann upp og tala um hann. Vinkonur mínar sóttu mig um morguninn, en ég heyrði tónlistina úr bílnum þegar þær keyrðu inn á bílastæðið. Við höfðum morgunverð saman með mömmu minni, tengdamömmu og systrum, og strákarnir voru saman. Við reyndum að taka nokkrar myndir áður en við fórum í kirkjuna, en strákarnir okkar höfðu meiri áhuga á moldinni á Austurvelli og spjölluðu við ömmur sínar og afa. Athöfnin var dásamleg og strákarnir okkar tóku stóran þátt í henni. Sá eldri lék prestinn og yngri vildi ekki gefa okkur hringana en það gekk að lokum. Pétur Ragnhildarsson gaf okkur saman og hann var alveg æðislegur. Þegar við gengum út úr kirkjunni tók Lúðrasveit Verkalýðsins á móti okkur og marseraði með okkur yfir í salinn, þar sem gleðin hélt áfram. Eftir veisluna héldum við áfram á Uppi bar, þar sem DJ Dóra Júlía skapaði frábæra stemningu, eins og henni einum er lagið. Elísabet Blöndal Veislunni lyft upp á annað plan Hvaðan fenguði innblástur? Ég held að við höfum fyrst og fremst fengið innblástur hvort frá öðru, auk Kollu vinkonu minnar sem spáði í hvert smáatriði með okkur. Hún benti okkur á vinkonu sína, Láru Ósk hjá Leonora, sem skreytti allt óaðfinnanlega fyrir okkur. Við gerðum allt nákvæmlega eins og okkur langaði og ákváðum að sleppa tökunum á deginum sjálfum og einfaldlega njóta hans. Voru einhver skemmtiatriði? Veislustjórarnir voru heldur betur með show! Svo komu vinkonur mínar mér á óvart með Hjálmari Erni en hann stýrði leik í brúðkaupinu. Okkar uppáhalds tónlistarmenn skemmtu gestum, þar á meðal Kjalar, Unnstein Manúel, Björn Jörundur, Daníel Ágúst, DJ Margeir og DJ Dóru Júlíu. Hverjir sáu um veislustjórn? Systkinin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Magnús Sigurbjörnsson voru veislustjórar hjá okkur, en þau eru systkinabörn Gulla. Þau lyftu veislunni upp á allt annað plan og við fáum enn gæsahúð þegar við hugsum til lagsins sem þau sömdu og sungu fyrir okkur! Orð ná ekki að lýsa því hversu frábær þau voru, en hvert smáatriði fékk 10,5. Elísabet Blöndal Allar sammála um að þetta væri rétti kjóllinn Hvað voru margir gestir? Það voru um 140 manns. Hvaðan eru fötin ykkar? Kjóllinn er úr Loforð og smókinginn er úr SuitUp Reykjavík. Slaufuhnúturinn er einnig frá SuitUp, en Gulli fór til þeirra rétt áður en hann hélt í kirkjuna til að fullkomna hnútinn. Hvernig gekk að velja kjólinn? Ég fór í mátun hjá Loforð með vinkonum, systrum og mömmu og mátaði nokkra kjóla. Þegar ég fór í þennan þá vorum við allar sammála um að þetta væri kjóllin. Ætlaði samt sem áður að sofa aðeins á þessu og gleymdi mér og ég viðurkenni að ég var ekki alveg nógu skipulögð þegar kom að þessu. Þær hjá Loforði reddu mér kjólnum, en hann var síðasta eintakið frá framleiðandanum. Edited in Tezza with: BW & Dust 2Memoria Content/ Elisabet Metta Athöfnin stendur upp úr Var eitthvað sem kom mest á óvart? Hvað dagurinn þaut hjá! Við hefðum aldrei trúað hvað svona langur dagur myndi líða hratt. Það kom kannski ekki á óvart, en það var framar væntingum hvað þetta var ótrúlega gaman og hversu ástin og gleðin voru áþreifanleg. Hvað stendur upp úr? Athöfnin stendur klárlega uppúr. Hún var hátíðleg og dásamleg en jafnframt frjálsleg. Ég held að við höfum verið búin að vera við altarið í tvær mínútur þegar strákarnir vildu koma til okkar og voru í fanginu okkar allan tímann. Við fengum Kjalar Martinsson beint frá Berlín til þess að spila í kirkjunni en hann á mjög sérstakan stað í hjarta fjölskyldunnar. Hann var með eldri strákinn okkar í liðveislu og hjálpaði okkur mikið á erfiðum tímum. Mómentið þegar hann söng Skinny love með Bon Iver og Gulli spilaði á gítar er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón? Ráðið okkar er bara að njóta í botn og taka inn hvert einasta augnablik. Það er ekki oft á lífsleiðinni sem maður er með öllu fólkinu sem maður elskar á sama tíma að gleðjast með manni. Ætlið þið í brúðkaupsferð? Búin að ákveða hvert? Draumurinn er að fara í nokkra daga brúðkaupsferð til suður Frakklands í haust. Ég reyndar skráði mig í hlaupaferð hjá Mari Järsk, kannski verður það bara mín brúðkaupsferð.
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira