Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júní 2025 19:11 Björgunarsveitin Dalvík hélt inn í Skíðadal til að aðstoða bændur við að koma sauðfé í skjól. Landsbjörg Vonskuveður var víðast hvar um land í dag og bitnaði einna helst á sauðfjárbændum og ferðamönnum á tjaldsvæðum sem ráku upp stór augu þegar að fannhvít jörð blasti við í morgun. Kindur aðstoðuðu sauðfjárbændur við að finna afkvæmi sín sem hafði fennt yfir. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“ Veður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“
Veður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira