„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 17:05 Blístrið virðist einungis óma um Laugarneshverfi í norðanátt. Vísir/Vilhelm Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins. Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins.
Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira