Dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að nauðga tugum skjólstæðinga Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júní 2025 09:32 Arne Bye hefur hlotið 21 árs fangelsisdóm vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum. Arne Bye, heimilislæknir í smábænum Frosta í Noregi, hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að nauðga 38 konum sem voru skjólstæðingar hans. Bye var ákærður fyrir 94 kynferðisbrot, þar af 87 nauðganir, sem áttu sér stað frá 2004 til 2022. Verdens Gang greinir frá dómi Bye. Auk hans var Bye sviptur lækningaleyfi sínu. Mál Bye kom fyrst í fjölmiðla árið 2021 þegar lögregla hóf rannsókn á brotum hans. Við lögregluleit á skrifstofu Bye kom í ljós að læknirinn hafði verið með tólf myndavélar á skrifstofu sinni og tekið með þeim upp sex þúsund klukkustundir af myndefni. Myndefni af brotum Bye náði aftur til 2016 og sýndi 159 konur í heildina en saksóknari taldi brot læknisins hins vegar ná aftur til 2004. Í september í fyrra var Bye ákærður fyrir 96 kynferðisbrot, þar af 88 nauðganir. Tvö brotanna voru felld niður og eftir stóðu ákærur fyrir 94 kynferðisbrot, þar af 87 nauðganir. Síðustu mánuði hafa 94 konur vitnað í málinu og lýst upplifunum sínum af komu til læknisins. Saksóknarinn Eli Reberg Nessimo sagði margt sameiginlegt í frásögnunum en flestar kvennanna hafi lýst skoðunum læknisins sem löngum og sársaukafullum. Kröfðust saksóknararnir 21 árs dóms meðan verjendur kröfðust að hámarki sautján til átján ára dóms. Úr fáum játningum í fjölmargar Þegar réttarhöldin hófust í nóvember 2024 neitaði Bye allri sök. Hann hafi tekið myndefnið upp til að geta sýnt fram á sakleysi sitt yrði hann sakaður um eitthvað misjafnt. Fljótlega játaði hann þó sekt í þremur nauðgunum og gekkst hann einnig við því að hafa 35 sinnum nýtt sér stöðu sína til samfara. Eftir því sem leið á réttarhöldin hefur Bye játað á sig æ fleiri brot. Alls hefur Bye nú játað á sig 23 nauðganir gegn 21 fórnarlambi. Noregur Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Verdens Gang greinir frá dómi Bye. Auk hans var Bye sviptur lækningaleyfi sínu. Mál Bye kom fyrst í fjölmiðla árið 2021 þegar lögregla hóf rannsókn á brotum hans. Við lögregluleit á skrifstofu Bye kom í ljós að læknirinn hafði verið með tólf myndavélar á skrifstofu sinni og tekið með þeim upp sex þúsund klukkustundir af myndefni. Myndefni af brotum Bye náði aftur til 2016 og sýndi 159 konur í heildina en saksóknari taldi brot læknisins hins vegar ná aftur til 2004. Í september í fyrra var Bye ákærður fyrir 96 kynferðisbrot, þar af 88 nauðganir. Tvö brotanna voru felld niður og eftir stóðu ákærur fyrir 94 kynferðisbrot, þar af 87 nauðganir. Síðustu mánuði hafa 94 konur vitnað í málinu og lýst upplifunum sínum af komu til læknisins. Saksóknarinn Eli Reberg Nessimo sagði margt sameiginlegt í frásögnunum en flestar kvennanna hafi lýst skoðunum læknisins sem löngum og sársaukafullum. Kröfðust saksóknararnir 21 árs dóms meðan verjendur kröfðust að hámarki sautján til átján ára dóms. Úr fáum játningum í fjölmargar Þegar réttarhöldin hófust í nóvember 2024 neitaði Bye allri sök. Hann hafi tekið myndefnið upp til að geta sýnt fram á sakleysi sitt yrði hann sakaður um eitthvað misjafnt. Fljótlega játaði hann þó sekt í þremur nauðgunum og gekkst hann einnig við því að hafa 35 sinnum nýtt sér stöðu sína til samfara. Eftir því sem leið á réttarhöldin hefur Bye játað á sig æ fleiri brot. Alls hefur Bye nú játað á sig 23 nauðganir gegn 21 fórnarlambi.
Noregur Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira