Anníe Mist kynnir bók sem tók fjögur ár að skrifa: Bæði stressuð og spennt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýju bókina sína sem verður örugglega vinsæl meðal fólks í CrossFit heiminum enda sannkölluð goðsögn hér á ferðinni. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gerir upp feril sinn í nýrri ævisögu sem kemur út í byrjun næsta árs. Anníe kynnti bókin á samfélagsmiðlum sínum en þar kemur fram að það tók fjögur ár að skrifa hana. Anníe vann að verkefninu með rithöfundinum Christine Bald. Nú er hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur þó ekki út fyrr en eftir átta mánuði eða 17. febrúar 2026. Anníe sagði aðeins frá bókinni og birti myndir af sér með bókarkápuna. „Hún er tilbúin. Bókin mín: Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend,“ skrifaði Anníe en bókin er á ensku. „Ég er ekki að draga úr neinu þegar ég segi að ég sé bæði stressuð og spennt fyrir þessu,“ skrifaði Anníe. „Bókin hefur verið fjögur ár í vinnslu í samstarfi með Christine. Hún skrifar um CrossFit feril minn eins og hann kemur fyrir með öllum sínum mannlegu flækjum,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá vissi ég alltaf að þetta myndi taka tíma. Ég áttaði mig þó ekki á því hversu berskjölduð ég varð við það að opna mig algjörlega og segja allt sem ég þurfti að segja. Ég vil þakka Christine fyrir að gera þessa bók að öllu því sem ég óskaði mér,“ skrifaði Anníe. „Þetta er minningabók um heilsurækt og keppnisferil en þetta er líka saga um trúverðugleika, að þora að gera hlutina og það mikla hugrekki sem þarf til að þora að verða sú sem þér var ætlað að verða. Fyrst og fremst er saga mín þroskasaga og saga um það hvernig við hegðum okkur þegar lífið sendir okkur í erfiðustu prófin,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka bók um völdin sem við vinnum okkur inn með því að takast á við þær áskoranir sem hræða okkur mest. Ég vona að þessi bók tali til ykkar og veiti ykkur innblástur til að trúa á ykkur sjálf. Ef ég get þetta þá getið þið það líka,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca) CrossFit Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Sjá meira
Anníe kynnti bókin á samfélagsmiðlum sínum en þar kemur fram að það tók fjögur ár að skrifa hana. Anníe vann að verkefninu með rithöfundinum Christine Bald. Nú er hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur þó ekki út fyrr en eftir átta mánuði eða 17. febrúar 2026. Anníe sagði aðeins frá bókinni og birti myndir af sér með bókarkápuna. „Hún er tilbúin. Bókin mín: Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend,“ skrifaði Anníe en bókin er á ensku. „Ég er ekki að draga úr neinu þegar ég segi að ég sé bæði stressuð og spennt fyrir þessu,“ skrifaði Anníe. „Bókin hefur verið fjögur ár í vinnslu í samstarfi með Christine. Hún skrifar um CrossFit feril minn eins og hann kemur fyrir með öllum sínum mannlegu flækjum,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá vissi ég alltaf að þetta myndi taka tíma. Ég áttaði mig þó ekki á því hversu berskjölduð ég varð við það að opna mig algjörlega og segja allt sem ég þurfti að segja. Ég vil þakka Christine fyrir að gera þessa bók að öllu því sem ég óskaði mér,“ skrifaði Anníe. „Þetta er minningabók um heilsurækt og keppnisferil en þetta er líka saga um trúverðugleika, að þora að gera hlutina og það mikla hugrekki sem þarf til að þora að verða sú sem þér var ætlað að verða. Fyrst og fremst er saga mín þroskasaga og saga um það hvernig við hegðum okkur þegar lífið sendir okkur í erfiðustu prófin,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka bók um völdin sem við vinnum okkur inn með því að takast á við þær áskoranir sem hræða okkur mest. Ég vona að þessi bók tali til ykkar og veiti ykkur innblástur til að trúa á ykkur sjálf. Ef ég get þetta þá getið þið það líka,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca)
CrossFit Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Sjá meira