Grófu látin og særð börn upp úr rústum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 19:33 Fyrir utan hina látnu er áætlað að um tvær milljónir Palestínumanna á Gasa séu á flótta eða á vergangi, meðal annars þetta fólk sem í dag var myndað í Rafah. AP Photo/Jehad Alshrafi Minnst 95 eru sagðir látnir í árásum Ísraelshers á Gasa síðasta sólarhringinn. Aðstandendur ísraelskra gísla í haldi Hamas kalla eftir að ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum. Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira