Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 11:32 Harry Kane reddaði málunum fyrir Thomas Tuchel og lærisveina hans en þýski þjálfarinn var ekki sáttur þrátt fyrir sigur. Getty/Alex Caparros/Judit Cartiel Enska landsliðið er á toppi síns riðils í undankeppni HM með fullt hús og hreint mark en frammistaðan hefur þó ekki verið að heilla marga. Einn af þeim sem er ósáttur er sjálfur landsliðsþjálfarinn. Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira