Ísraelsmenn undirbúi árás á skútuna með Gretu Thunberg um borð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 13:19 Hópurinn hafði stefnt að því að ná Gasaströndinni á morgun. AP/Salvatore Cavalli Varnarmálaráðherra Ísraels segist hafa skipað ísraelska hernum að hindra skútu með hjálpargögn fyrir Palestínumenn komist að ströndum Gasa. Aðgerðarsinninn ungi Greta Thunberg er meðal þeirra sem eru um borð. Hópurinn segir Ísraelsmenn undirbúa árás á skútuna. Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg sigldi af stað frá hafnarborginni Kataníu á Sikiley til Gasa við tólfta mann. Hópurinn hugðist mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til hinnar hungursorfnu Gasastrandar. Með Gretu í för er meðal annars Liam Cunningham sem fór með hlutverk sinjórs Davos Seaworth í Krúnuleikunum og franskur þingmaður Evrópuþingsins. Hungur sverfur að Gasabúum Hópurinn hóf för sína frá Sikiley að kvöldi síðasta sunnudags og til stóð að hann næði Botnalöndum á morgun. Mikil hungursneyð sverfur að íbúum Gasastrandarinnar enda hefur Ísraelsher unnið markvisst gegn því að mannúðaraðstoð berist þangað undanfarna mánuði. Ísraelsmenn hyggjast leggja Gasaströndina endanlega undir sig á næstu mánuðum. Skútan Madleen hefur hægt og bítandi nálgast Palestínu undanfarna daga en hægt er að fylgjast með ferðum hennar í rauntíma með því að smella hér. Hins vegar er líklegt að Ísraelsmenn hafi beitt truflunarbúnaði á staðsetningarbúnað aðgerðarsinnanna enda eru þau samkvæmt búnaðinum stödd á alþjóðaflugvellinum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sem er um rúmum hundrað kílómetrum frá ströndum Palestínu og því harla ólíklegt að þeim hafi tekist að sigla þangað. „Ég hef skipað ísraelska hernum að bregðast við og sjá til þess að Madleen nái ekki til Gasa. Við gyðingahatarann Gretu og félaga hennar, segi ég skýrt: Snúið við því þið munuð ekki ná Gasa,“ er haft eftir Israel Katz varnarmálaráðherra í yfirlýsingu en Times of Israel greinir frá. „Ísraelsríki mun ekki leyfa neinum að rjúfa herkvína á Gasa. Aðaltilgangur hennar er að hindra vopnagjafir til Hamas, morðóðra hryðjuverkasamtaka sem eru með gísla í haldi og fremur stríðsglæpi,“ segir hann jafnframt. Ísraelsmenn undirbúi árás Brasilíski aðgerðarsinninn Thiago Ávila sem er um borð í Madleen birti færslu fyrr í dag þar sem hann segir skútuna vera um 162 sjómílum frá ströndum Gasa. „Við vitum hvað það þýðir þegar þeir fara að trufla fjarskiptabúnaðinn okkar. Það þýðir að þeir eru að undirbúa sig undir viðbragð eða árás,“ segir hann í myndbandi sem hann birti af þilfari skútunnar í dag. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Við höfum öll heyrt í ísraelskum miðlum að S13-sveit ísraelsku leyniþjónustunnar sveitarinnar væri á leiðinni. Þeir eru að undirbúa stríðsglæp og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Thiago. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg sigldi af stað frá hafnarborginni Kataníu á Sikiley til Gasa við tólfta mann. Hópurinn hugðist mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til hinnar hungursorfnu Gasastrandar. Með Gretu í för er meðal annars Liam Cunningham sem fór með hlutverk sinjórs Davos Seaworth í Krúnuleikunum og franskur þingmaður Evrópuþingsins. Hungur sverfur að Gasabúum Hópurinn hóf för sína frá Sikiley að kvöldi síðasta sunnudags og til stóð að hann næði Botnalöndum á morgun. Mikil hungursneyð sverfur að íbúum Gasastrandarinnar enda hefur Ísraelsher unnið markvisst gegn því að mannúðaraðstoð berist þangað undanfarna mánuði. Ísraelsmenn hyggjast leggja Gasaströndina endanlega undir sig á næstu mánuðum. Skútan Madleen hefur hægt og bítandi nálgast Palestínu undanfarna daga en hægt er að fylgjast með ferðum hennar í rauntíma með því að smella hér. Hins vegar er líklegt að Ísraelsmenn hafi beitt truflunarbúnaði á staðsetningarbúnað aðgerðarsinnanna enda eru þau samkvæmt búnaðinum stödd á alþjóðaflugvellinum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sem er um rúmum hundrað kílómetrum frá ströndum Palestínu og því harla ólíklegt að þeim hafi tekist að sigla þangað. „Ég hef skipað ísraelska hernum að bregðast við og sjá til þess að Madleen nái ekki til Gasa. Við gyðingahatarann Gretu og félaga hennar, segi ég skýrt: Snúið við því þið munuð ekki ná Gasa,“ er haft eftir Israel Katz varnarmálaráðherra í yfirlýsingu en Times of Israel greinir frá. „Ísraelsríki mun ekki leyfa neinum að rjúfa herkvína á Gasa. Aðaltilgangur hennar er að hindra vopnagjafir til Hamas, morðóðra hryðjuverkasamtaka sem eru með gísla í haldi og fremur stríðsglæpi,“ segir hann jafnframt. Ísraelsmenn undirbúi árás Brasilíski aðgerðarsinninn Thiago Ávila sem er um borð í Madleen birti færslu fyrr í dag þar sem hann segir skútuna vera um 162 sjómílum frá ströndum Gasa. „Við vitum hvað það þýðir þegar þeir fara að trufla fjarskiptabúnaðinn okkar. Það þýðir að þeir eru að undirbúa sig undir viðbragð eða árás,“ segir hann í myndbandi sem hann birti af þilfari skútunnar í dag. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Við höfum öll heyrt í ísraelskum miðlum að S13-sveit ísraelsku leyniþjónustunnar sveitarinnar væri á leiðinni. Þeir eru að undirbúa stríðsglæp og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Thiago.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent