Gerðu vúdúdúkku vegna reiði í garð Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:32 Ísak Bergmann Jóhannesson tók stóra og umdeilda ákvörðun þegar hann ákvað að fara til Kölnar frá Fortuna Düsseldorf. Reiðir stuðningsmenn Fortuna hafa meðal annars gert vúdúbrúðu af Skagamanninum. Samsett/Getty/Twitter Ísak Bergmann Jóhannesson vissi að margir stuðningsmanna Fortuna Düsseldorf yrðu reiðir þegar hann samþykkti að fara til erkifjendanna í FC Köln. Reiðin er hins vegar það mikil hjá sumum að útbúin hefur verið vúdúdúkka í tilraun til að hrekkja Skagamanninn. Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til. Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til.
Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira