Persónuvernd lagði Landlækni en sektin milduð Agnar Már Másson skrifar 10. júní 2025 15:34 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Persónuvernd mátti sekta embætti Landlæknis fyrir öryggisbresti sem vörðuðu tugir þúsunda Íslendinga. Héraðsdómari mildaði þó stjórnvaldssektina úr 12 milljónum í 8 milljónir þar sem Landlæknir þótti samvinnufús við að upplýsa um málið. Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira