„Óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 12:00 Elísabet Gunnarsdóttir er á leið á EM í Sviss sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hún tók við liðinu í janúar. Getty/Alex Bierens de Haan Samkvæmt belgískum miðlum kom ekkert sérstaklega á óvart í vali Elísabetar Gunnarsdóttur á EM-hópi Belgíu fyrir mótið sem hefst í Sviss eftir þrjár vikur. Hún segir sjálf óhjákvæmilegt að nú séu einhers staðar brostin hjörtu. Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir. EM 2025 í Sviss Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira
Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira