Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:32 Katrín segir það gríðarlega þýðingarmikið að innan nefndarinnar starfi fólk sem komi frá öllum svæðum Evrópu og búi að þekkingu og reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu. Vísir/Arnar Halldórsson Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“ Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira