SVEIT kærir dagsektir Samkeppniseftirlitsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 09:17 Einar Bárðarson er nýr framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) mun kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um álagningu dagsekta. Engar sektir verða lagðar á SVEIT þar til niðurstaða áfrýjunarnefndar liggur fyrir um skyldu SVEIT til afhendingar gagna. Eins og fram kom í morgun hefur Samkeppniseftirlitið lagt dagsektir á SVEIT vegna meintra brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT verði gert að greiða dagsektir að fjárhæð einni milljón króna á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu. Telja málið ekki eiga heima á borði Samkeppniseftirlitsins Málið snýr að rannsókn á ásökunum ASÍ, Eflingar og SGS um að Virðing sé gervistéttarfélag og stundi ólögmætt verðsamráð. Því hefur verið haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði hafi farið gegn samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið ákvað að hefja rannsókn og óskaði eftir gögnum frá SVEIT, tilteknum aðildarfyrirtækjum SVEIT og Virðingu. Gögn hafa borist frá Virðingu og þeim aðildarfyrirtækjum SVEIT sem gagnabeiðninni var beint til. SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagnanna. SVEIT segist telja að málið eigi ekki heima á borði eftirlitsins. Þar að auki telur SVEIT að stéttarfélögin, þar með talið Efling, geti ekki átt aðild að málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra SVEIT. Talað fyrir daufum eyrum stéttarfélaganna Samkeppniseftirlitið hefur ekki fallist á þau sjónarmið SVEIT. Einar segir að í því felist að Efling fái nánast óheftan aðgang að málsgögnum á meðan rannsókninni stendur. „SVEIT hefur lýst því yfir gagnvart Samkeppniseftirlitinu að umbeðin gögn verði afhent þegar fyrir liggur úrskurður áfrýjunarnefndar um að ákvæði samkeppnislaga geti átt við um gerð kjarasamninga og að stéttarfélögin eigi aðild að málinu. Ástæðan er að SVEIT hefur frá upphafi leitast við að eiga samtal við Eflingu til að vinna að endurbótum í starfsgreininni, en ávallt talað fyrir daufum eyrum. Efling hefur frekar kosið að reka öll mál í fjölmiðlum. SVEIT telur hins vegar að gögnin, sem óskað var eftir, eigi ekki heima hjá Eflingu. Því hefur SVEIT ákveðið að nýta rétt sinn til að leita afstöðu áfrýjunarnefndar um þessi atriði, áður en lengra er haldið,“ segir Einar. Betri kjör en samningur Eflingar Þá segir hann að SVEIT muni kæra dagsektir Samkeppniseftirlitsins og að SVEIT hafni því með öllu að hafa gert „gervikjarasamning“ við Virðingu. „Samningurinn er að öllu leyti sambærilegur síðasta samningi MATVÍS og Samtaka atvinnulífsins, sem tryggir launafólki um margt betri kjör en samningur Eflingar gerir. Þess utan er öllum frjálst að vera í því stéttarfélagi sem viðkomandi kýs, enda er félagafrelsi tryggt með ákvæðum stjórnarskrár,“ segir Einar Bárðarson framkvæmdastjóri SVEIT. Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Eins og fram kom í morgun hefur Samkeppniseftirlitið lagt dagsektir á SVEIT vegna meintra brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT verði gert að greiða dagsektir að fjárhæð einni milljón króna á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu. Telja málið ekki eiga heima á borði Samkeppniseftirlitsins Málið snýr að rannsókn á ásökunum ASÍ, Eflingar og SGS um að Virðing sé gervistéttarfélag og stundi ólögmætt verðsamráð. Því hefur verið haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði hafi farið gegn samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið ákvað að hefja rannsókn og óskaði eftir gögnum frá SVEIT, tilteknum aðildarfyrirtækjum SVEIT og Virðingu. Gögn hafa borist frá Virðingu og þeim aðildarfyrirtækjum SVEIT sem gagnabeiðninni var beint til. SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagnanna. SVEIT segist telja að málið eigi ekki heima á borði eftirlitsins. Þar að auki telur SVEIT að stéttarfélögin, þar með talið Efling, geti ekki átt aðild að málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra SVEIT. Talað fyrir daufum eyrum stéttarfélaganna Samkeppniseftirlitið hefur ekki fallist á þau sjónarmið SVEIT. Einar segir að í því felist að Efling fái nánast óheftan aðgang að málsgögnum á meðan rannsókninni stendur. „SVEIT hefur lýst því yfir gagnvart Samkeppniseftirlitinu að umbeðin gögn verði afhent þegar fyrir liggur úrskurður áfrýjunarnefndar um að ákvæði samkeppnislaga geti átt við um gerð kjarasamninga og að stéttarfélögin eigi aðild að málinu. Ástæðan er að SVEIT hefur frá upphafi leitast við að eiga samtal við Eflingu til að vinna að endurbótum í starfsgreininni, en ávallt talað fyrir daufum eyrum. Efling hefur frekar kosið að reka öll mál í fjölmiðlum. SVEIT telur hins vegar að gögnin, sem óskað var eftir, eigi ekki heima hjá Eflingu. Því hefur SVEIT ákveðið að nýta rétt sinn til að leita afstöðu áfrýjunarnefndar um þessi atriði, áður en lengra er haldið,“ segir Einar. Betri kjör en samningur Eflingar Þá segir hann að SVEIT muni kæra dagsektir Samkeppniseftirlitsins og að SVEIT hafni því með öllu að hafa gert „gervikjarasamning“ við Virðingu. „Samningurinn er að öllu leyti sambærilegur síðasta samningi MATVÍS og Samtaka atvinnulífsins, sem tryggir launafólki um margt betri kjör en samningur Eflingar gerir. Þess utan er öllum frjálst að vera í því stéttarfélagi sem viðkomandi kýs, enda er félagafrelsi tryggt með ákvæðum stjórnarskrár,“ segir Einar Bárðarson framkvæmdastjóri SVEIT.
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira