Réðust á tómstundamiðstöð fyrir útlendinga þegar óeirðir héldu áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 13:38 Hettuklæddir óeirðaseggir reyna að grýta lögreglumenn sem beina að þeim háþrýstidælum í Ballymena á Norður-Írlandi. Óeirðir gegn útlendingum hafa geisað þar þrjár nætur í röð. AP/Peter Morrison Grímuklæddir óeirðaseggir lögðu eld að tómstundamiðstöð sem er notuð sem skýli fyrir förufólk á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Fólkið í stöðinni hafði flúið óeirðir í bænum Ballymena sem hafa nú geisað þrjár nætur í röð. Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú. Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú.
Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira